Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 01:00

PGA: Bubba leiðir á Travelers

Bubba Watson hefir tekið forystuna á Travelers mótinu nú þegar það er hálfnað.  Hann er á samtals 10 undir pari, 130 höggum og átti hring upp á 3 undipr pari, 67 högg, í gær,  föstudag.

Bubba er með 2 högga forystu á þá Patrick Reed og Pádraig Harrington, en báðir voru á samtals 8 undir pari, hvor.

„Ég elska þennan stað. Ég spila alltaf vel hér,“ sagði Watson um TPC Highlands völlinn í Cromwell, Conneticut, þar sem mótið fer fram.

Fjórir kylfingar þ.á.m. Hunter Mahan eru jafnir í 4. sæti á 7 undir pari.

Charley Hoffman, sem var efstur eftir fyrsta dag eftir frábæran hring upp á 61 högg, lék á 12 högga verri skori á föstudag, þ.e. á 73 höggum, á hring þar sem hnn fékk m.a. 3 skolla og skramba.

Til þess að sjá stöðuna þegar Travelers mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Travelers mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Högg dagsins á Travelers átti Keegan Bradley þegar hann setti boltann beint í úr bönker SMELLIÐ HÉR: