Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 17:00

Eimskipsmótaröðin (3): Úrslit 1. dags

Íslandsmótið í holukeppni fer nú fram á Hamarsvelli í Borgarnesi í yndislegu veðri.

Það kom kylfingum skemmtilega á óvart þegar þeir gengu inn á 16. flöt að þar beið þeirra starfsmaður mótsins til að aðstoða þá við flaggstöngina, enda skartaði hún þjóðfána Íslands.

thumbsCreator

Í karlaflokki eru 8 riðlar og efstu menn eftir 1. umferð eru eftirfarandi: Guðjón Henning Hilmarsson, GKG; Ragnar Már Garðarsson, GKG; Andri Þór Björnsson, GR; Rúnar Arnórsson, GK; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Arnar Snær Hákonarson, GR og Sigmundur Einar Másson, GKG.

Til þess að sjá stöðuna eftir keppni 1. dag í karlaflokki SMELLIÐ HÉR: 

Í kvennaflokki eru 6 riðlar og efstu konur eftir 1. umferð eru eftirfarandi: Anna Sólveig Snorradóttir, GK; Signý Arnórsdóttir, GK; Tinna Jóhannsdóttir, GK; Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG.

Til þess að sjá stöðuna eftir keppni 1. dag hjá konunum SMELLIÐ HÉR: