Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2013 | 01:45

LET: Nocera og Vedel leiða eftir 2. dag í Slóvakíu

Fyrrum nr. 1 í Evrópu Gwladys Nocera var á skori upp á 4 undir pair, 68 högg í dag og við það komst hún í efsta sætið, sem hún deilir ásamt Line Vedel frá Danmörku, sem á titil vað verja.

Line Vedel

Line Vedel

Báðar eru á samtals 6 undir pari, 138 höggum.

Vedel bætti við 71 í dag eftir að hafa spilað 1. hring á 67.

Stúlkurnar eru að spila í 30° hita þar sem varla bærist strá á Gray Bear fjallagolfvellinum.

Hin 38 ára sagði um forystu sína í dag: „Ég var bara að spila vel. Ég hitti 17 flatir á tilskyldum höggafjölda og hitti boltann betur en í gær þannig að ég reyndi virkilega að vera þolinmóð.  Þessi völlur er virkilega krefjandi bæði andlega og líkamlega.“

„Maður verður að drekka mikið af vatni,“ hélt Nocera áfram.  Ef þið eruð með orkudrykki og þeir gera ykkur gott, er það í lagi. En ég drekk yfirleitt mat og reyni að borða litla skammta oft (til þess að halda blóðsykrinum uppi).  Ég reyni að vera í skugganum, sem er erfitt af því að það eru ekki mörg tré. Ég reyni bara að vera þolinmóð og reiðast ekki því það eyðir bara orkunni,“ sagði Nocera jafnframt.

Vedel sagðist synda mikið þegar hún væri í Slóvakíu. Hún á í vandræðum með bakiið á sér.  Þegar 1. sætið var ljóst eftir 2. umferð sagði hún m.a. aðspurð um hvernig henni gengi í hitanum: „Það er svo heitt að mig langar ekki til þess að hlaupa en ég geri mikið af teygjuæfingum og drekk mikið af vítamín vatni. Maður verður að borða eitthvað en þegar það er svona heitt langar mig yfirleitt ekki til þess,“ sagði Line Vedel jafnframt.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Allianz Ladies Slovak Open 2013 SMELLIÐ HÉR: