Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2013 | 05:00

PGA: Hoffman leiðir á Travelers

Það er bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman sem leiðir eftir 1. dag Travelers mótsins sem hófst á TPC River Highlands golfstaðnum í Cromwell, Conneticut. Hofmann lék á 9 undir pari, 61 höggi.

Í 2. sæti er Hunter Mahan aðeins 1 höggi á eftir.

Í 3. sæti er Bubba Watson á 63 höggum og 6 deila 4. sætinu á 65 höggum þ.á.m. Webb Simpson og Camilo Villegas.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Travelers mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Travelers mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags sem Bubba Watson átti  SMELLIÐ HÉR: