Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 18:00

Ólafía Þórunn sigraði í Danmörku – Guðmundur Ágúst varð í 2. sæti!!!

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR  sigraði á Team Rudersdal Open mótinu, sem fram hefir farið nú um helgina 29.-30. júní í Furesö Golfklub í Danmörku.

Keppendur í kvennaflokki voru 10 lokahringinn.  Ólafía vann á 7 yfir pari, 220 höggum (70 74 76).

Hinn Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni Guðmundur Ágúst Kristjánsson,  GR,  varð í 2.sæti í karlaflokki. Þátttakendur í karlaflokki lokahringinn voru 28.  Hann lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (75 70 72).   Aðeins munaði 1 höggi á Guðmundi Ágúst og sigurvegara mótsins Nicolai Tinning frá Danmörku.

Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: