Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 19:45

PGA: Bill Haas vann á AT&T

Það var Bill Haas sem sigraði á AT&T National mótinu.

Haas lék á 12 undir pari, 272 höggum (70 68 68 66) og átti 3 högg á næsta mann, landa sinn Roberto Castro, sem búinn var að leiða mestallt mótið.

Þriðja sætinu deildu DH Lee frá Suður-Kóreu og Jason Kokrak á samtals 8 undir pari, 4 höggum á eftir Haas.

Í 5. sæti varð Stewart Cink og því 6. Texasbúinn 19 ára, Jordan Spieth.

Til þess að sjá úrslit AT&T National SMELLIÐ HÉR: