Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 22:45

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason – 30. júní 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 53 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF).  Hann hefir m.a. leikið golfið erlendis og var t.d. í hópi Seyðfirðinga á Costa Ballena vorið 2012.  Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (28 ára); William Park Sr., (30. júní 1833-25. júlí 1903) Lesa má um þann afmæliskylfing með því að SMELLA HÉR:

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is