Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 22:30

LPGA: Inbee Park vann 3. risamótið í röð!!!

Inbee Park skrifaði sig í sögubækurnar í kvöld en hún er búin að vinna öll 3 risamót kvennagolfsins af 5 það sem af er ársins.  Það er árangur sem aðeins 3 kvenkylfingum hefir tekist á undan henni þ.e. Babe Zaharias, Mickey Wright og Pat Bradley (frænku Keegan).  Nú beinast allra augu að Opna breska kvenrisamótinu en þar á Inbee tækifæri að verða fyrsti kylfingur sögunnar til að vinna 4 risamót á einu og sama keppnistímabilinu.

Inbee sigraði á US Women´s Open 2013 með skor upp á samtals 8 undir pari, 280 högg (67 66 71 74).

Hún átti 4 högg á þá sem varð í 2. sæti IK Kim, sem var á samtals 4 undir pari, 284 höggum (68 69 73 74).

Í 3. sæti varð síðan So Yeon Ryu á samtals 1 undir pari. Þrjár efstu á US Women´s Open allar frá Suður-Kóreu!!!

Það er ekki fyrr en í 4. sæti þar sem eru 2 frá Bandaríkjunum: Paula Creamer og Angela Stanford og ein ensk Jodi Ewart Shadoff, allar á samtals 1 yfir pari, 289 höggum.

Til þess að sjá úrslit frá Opna bandaríska kvenrisamótinu (US Women´s Open) SMELLIÐ HÉR: