Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2013 | 18:15

Evróputúrinn: Paul Casey sigraði á Irish Open

Það var Englendingurinn Paul Casey, sem sigraði á Opna írska (ens. Irish Open) í Carton House golfklúbbnum í dag.

Casey lék samtals á 14 undir pari, 274 höggum (68 72 67 67).

Hann átti 3 högg á þá sem næstir komu en það voru Joost Luiten frá Hollandi og Englendingurinn Robert Rock, en báðir voru þeir á samtals 11 undir pari, hvor.

Í 4. sæti varð síðan spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Irish Open SMELLIÐ HÉR: