Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 14:00

Jones vann 13. titil sinn á japanska PGA og þar með sæti á Opna breska

Ástralski kylfingurinn Brendan Jones vann 13. titil sinn á ferlinum á Japan Golf Tour og hlaut m.a. í verðlaun sæti á Opna breska.

Jones sigraði á Mizuno Open með 3 höggum á næsta mann og heldur til Muirfield innan skamms en Opna breska risamótið fer fram síðar í mánuðnum.

Meðal annarra og e.t.v. þekktari ástralskra þátttakanda á Opna breska eru: Adam Scott, Jason Day, Geoff Ogilvy, Peter Senior, Stephen Dartnall, Marcus Fraser, Steve Jeffress og John Senden.

Brendan Jones sem er 38 komst í 4. sæti peningalista Japan Golf Tour með sigrinum. Hann vann sama titil árið 2004.