Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 12:00

Golfútbúnaður: Titleist setur á markað Scotty Cameron Futura pútter Adam Scott

Titleist fyrirtækið hefir tilkynnt í þessari viku að pútterinn, sem Adam Scott notaði þegar hann vann Masters risamótið 2013,  Scotty Cameron Futura X, muni verða markaðssettur þannig að almenningi gefist kostur á að spila með gripnum.

„Ég lýsi Futura X sem frábærum pútter fyrir þá kylfinga sem þarfnast hægrar, stöðugrar stroku þar sem boltinn hoppar ekki mikið,“ sagði aðalhönnuður Scotty Cameron.  „Þetta er hin fullkomna hönnun fyrir Adam og við erum örugg á því að allir kylfingar vilja stöðugleika í stroku sinni ásamt því að þurfa að nota hendurnar minna.“

„Nýi Futura X pútterinn er stöðugasti pútterinn sem ég hef notað,“ sagði Scott m.a. um pútterinn góða.

Scott and Scotty (Cameron)  hafa unnið mikið saman í að auka MOI á pútternum til að bæta púttstroku (Adam) Scott og auka þar með sjálfsöryggi hans á flötunum.   Scott hefir notað pútterinn allt frá því í febrúar og notaði hann líka í apríl þegar hann setti niður 4 metra pútt á 2. holu bráðabana á Masters, en með því að setja púttið niður vann hann 1. risamótstitil sinn.

Hægt verður að fá Scotty Cameron Futura X pútterinn frá og með 1. ágúst 2013 (og á Englandi kemur leiðbeinandi verð hans til með að verða £279.)

HÉR MÁ SJÁ FLEIRI MYNDIR OG LESA Í SMÁATRIÐUM UM SCOTTY CAMERON FUTURA X PÚTTERINN: