Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2013 | 21:30

Hvað er í pokanum hjá Inbee Park?

Inbee Park, nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, sigraði s.s. öllum er kunnugt á 3. risamótinu í röð í ár, þ.e. US Women´s Open á Sebonack golfvellinum í Southampton, New York.

Hún hefir því sigrað á öllum risamótum ársins það sem af er og verður spennandi að fylgjast með henni á Opna breska kvenmótinu.

Á US Women´s Open varð Inbee Park 3. í röðinni yfir fæst pútt og það á erfiðum flötum Sebonack.

Vopnið hennar var Odyssey White Ice Sabertooth pútter.

Að öðru leyti var eftirfarandi í sigurpoka Inbee: Srixon XXIO 7 dræver (10.5 gráður), TaylorMade RBZ Tour 3-tré (14.5 gráður), TaylorMade RBZ Tour 5-tré (18 gráður), TaylorMade RBZ Tour blendingur (21.5 gráður), Srixon XXIO Forged járn (5-PW), Cleveland TA 588 TZG wedgar (47°, 51° og 57°). Inbee notaði Srixon Z-Star SpinSkin golfbolta.