Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 14:15

35 heitustu konurnar í golfinu

Í efnisleit á netinu að fréttum tengdu golfi verður ekki hjá því komist að rekast á ýmislegt forvitnilegt.

Hér var nefið rekið inn á síðu sem heitir brobible.com, þar sem á er gömul frétt frá Masters mótinu.

Fréttin heitir „35 heitustu konurnar í golfinu.“  Þar eru týndar til allskyns konur, ekki bara kvenkylfingar af LPGA, heldur einnig þátttastjórnendur golfþátta (Holly Sonders) og kærestur stjörnukylfinga (s.s. Caroline Wozniacki og Lindsey Vonn).

Nokkra athygli vekur að Anna Rawson, Sarah Kemp, Sophie Sandolo og t.a.m. Anna Grezebien eru ekki á þessum lista, enda alltaf smekksatriði hverju sinni hverjum upp er raðað.

Jafnframt vekur athygli að Alison Micheletti kæresta Martin Kaymer er „aðeins“ 35. heitasta konan á listanum.  Nr. 33 er tiltölulega lítt þekktur kanadískur kylfingur Christina Lecuyer (sjá heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: ) o.fl. kemur á óvart m.a. að Blair O´Neal  er ekki „heitust“ skv. þessum lista, en hún á m.a. þann heiður að hafa verið valin kynþokkafyllsti kylfingur í netkosningu í Bandaríkjunum, þar sem þátt tóku nokkur hundruð þúsund manna.

Dæmi hver fyrir sig. Sjá má myndaseríu brobible.com af „35 heitustu konunum í golfinu“ með því að SMELLA HÉR: 

Til samanburðar má hér sjá annan lista yfir „heitustu“ kylfingana á LPGA frá 2011 til samanburðar SMELLIÐ HÉR: