Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 13:30

Minningarmót Harðar Barðdal 15. júlí n.k.

Minningarmót Harðar Barðdal verður haldið á púttvellinum við Hraunkot, mánudaginn 15. júlí næstkomandi kl. 18.00.

Hraunkot er á svæði golfklúbbsins Keilis Hafnarfirði en æfingar GSFÍ hafa farið fram á æfingasvæði Keilis undanfarin ár.

Veitt eru verðlaun í flokki fatlaðra og ófatlaðra og eru allir velkomnir að taka þátt í þessu móti.

Einnig verður afhentur hvatningarbikar GSFÍ sem er  farandbikar gefinn af dætrum Harðar Barðdal í minningu hans.

Skráning í mótið fer fram á staðnum.