Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2013 | 07:00

Golfútbúnaður: Nýi Callaway Optiforce dræverinn

Þremur dögum eftir að Callaway setti á markaðinn nýja  Mack Daddy 2 wedge-inn  þá var tilkynnt að settur yrði á markaðinn nýr  FT Optiforce dræver. Optiforce er léttari og meira fyrirgefandi en síðasti dræver Callaway þ.e. Callaway X Hot og eins á að vera hægt að slá auðveldar hærri bolta með  Optiforce.

Nýi dræverinn hefir gengið undir nöfnunum „Falcon“ eða „Project Black Tail“ innan R&D deildar þ.e. rannsóknar og þróunardeildar Callaway, en deildin lofar m.a. bættum boltahraða og val á léttari sköftum.  PGA Tour kylfingarnir Trevor Immelman, Tommy Gainey og Andres Gonzales eru allir þegar farnir að nota nýja, létta Optiforce-inn.

Nýi dræverinn er 10 grömmum léttari en Callaway Hot X, en Optiforce vegur 290 grömm meðan X Hot 300 grömm eða meira.

Nýi Optiforce dræverinn kemur á markað ásamt Optiforce brautartrjám 12. júlí n.k.

Lesa má allt nánar um nýja dræverinn með því að SMELLA HÉR: