Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2013 | 06:25

Higgins missir af Opna breska fyrir að vera með 15. kylfuna í úrtökumóti

David Higgins er Íri, sem spilar á Evrópumótaröðinni.  Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á Opna Írska, (líkt og hálf-landi hans Rory) og hann varð T-29 vikuna áður á BMW International Open.

Úrtökumót fóru fram á 4 stöðum fyrir Opna breska; þ.e.á Dunbar golfvellinum, East Lothian, Musselburgh og í North Berwick í Skotlandi og tók Higgins þátt í síðastnefnda úrtökumótinu og viti menn komst í 3 manna bráðabana…. sem hann tapaði fyrir að vera með 15. kylfuna í pokanum.

 Úrslit – Dunbar

Úrslit – East Lothian

Úrslit – Musselburgh

Úrslit – North Berwick

Starfsmenn R&A voru með fréttina á Twitter en þar sagði: „Fréttir af bráðabananum í North Berwick: David Higgins komst að því að hann væri með 15 kylfur í pokanum og hlaut 2 högg í víti og komst því ekki í gegn.“

Það sem gerðist skv. Irish Desk var að kylfusveinn Higgins geymdi aukabrautartré í pokanum eftir hefðbundinn leik og það gleymdist að taka brautartréð úr þegar Higgins hóf leik í bráðabananum.  Dýrkeypt mistök það!

Fyrir þá sem hafa áhuga á golfreglunum þá braut Higgins hér reglu 4-4.  Í því sambandi er e.t.v. rétt að geta þess að GSÍ og tryggingafélagið Vörður standa fyrir léttum sumarleik – REGLUVERÐI – þar sem reynir á kunnáttuna í golfreglunum.  Hægt er að taka þátt í leiknum með því að SMELLA HÉR: