Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 16:45

Íslandsmót eldri kylfinga: Ásgerður og Kristín Íslandsmeistarar 50+

Það var Ásgerður Sverrisdóttir, GR, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari á Íslandsmóti eldri kylfinga í ár í höggleik án forgjafar. Ásgerður lék á samtals 30 yfir pari, 240 höggum (80 82 78). Í 2. sæti varð María Málfríður Guðnadóttir, GKG, en þær Ásgerður voru hnífjafnar fyrir lokahringinn og því mikil barátta á lokahringnum í dag. María Málfríður lék á samtals 32 yfir pari, 242 höggum (80 82 80). Í 3. sæti varð Erla Adolfsdóttir, GK, á samtals 38 yfir pari, 248 höggum. Íslandsmeistari í höggleik með forgjöf varð Kristín Sigurbergsdóttir, GK, á nettó 220 höggum.  Keppnin við klúbbsysturina Erlu Adolfsdóttur, GK var líka jöfn, því aðeins munaði 1 höggi á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 16:30

Afmæliskylfingur dagsins: Henning Darri Þórðarson – 20. júlí 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Henning Darri Þórðarson.  Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 15 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Hann er nú við keppni á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvelli á Akureyri.  Henning Darri er með 3,6 í forgjöf. Hann vann m.a. á 1. maí mótinu á Hellu í fyrra, 2012 og spilaði það ár á Unglingamótaröð Arion banka þar sem hann varð í 1. sæti á 1. mótinu upp á Skaga á glæsiskori 2 undir pari, samtals 142 höggum (72 70), sem var næstbesta skorið í keppninni allri! En Henning Darri lét ekki þar við sitja – hann vann líka í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 15:45

Íslandsmót eldri kylfinga: Sigrún Margrét Ragnarsdóttir Íslandsmeistari 65+ 5. árið í röð

Nú rétt í þessu varð Sigrún Margrét Ragnarsdóttir úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði Íslandsmeistari í flokki 65+  á Íslandsmóti eldri kylfinga. Mótinu er nú að ljúka á Strandarvelli á Hellu. Sigrún Margrét varði því titil sinn frá s.l. ári, en nú fékk hún aðeins minni samkeppni en þá. Þetta er 5. árið í röð sem Sigrún Margrét verður Íslandsmeistari í flokki 65+ án forgjafar en með forgjöf hefir hún orðið Íslandsmeistari í 4 skipti undanfarin 5 skipti þ.e. að undanskildu árinu í fyrra, 2012, en þá varð klúbbsystir hennar í GK Inga Magnúsdóttir, Íslandsmeistari með forgjöf. Sigurskor Sigrúnar Margrétar var samtals 74 yfir pari, 284 högg (97 93 94). Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 15:28

Upphitunarrútína Jiménez – myndskeið

Miguel Ángel Jiménez er óhefðbundinn að mörgu leyti. Hann hefir m.a. verið valinn „áhugaverðasti kylfingurinn í golfi.“ Það kemur e.t.v. ekki á óvart en hann er þekktur fyrir að vera mikið fyrir hraðskreiða bíla, vindla og vín. Konur … ekki svo mikið, enda hefir Jiménez verið kvæntur Carmen sinni til fjölda ára. Hann er meðal efstu manna á Opna breska, en honum hefir ekki enn tekist að sigra risamót. Nú fer hver að verða síðastur, enda verður Jiménez 50 ára, 5. janúar á næsta ári. Fari svo að Jiménez sigri á Opna breska verður hann elsti sigurvegarinn í sögu mótsins. Eitt það óhefðbundna við Jiménez er upphitunarrútína hans, sem sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 13:55

Íslandsmót 35+: Einar Lyng, Helgi Róbert, Rúnar, Þórdís Geirs, Dóra og Camilla leiða eftir 2. dag

Íslandsmóti 35+ lýkur í dag og er verið að spila lokahringina. Hér fer staðan í gær eftir 2. dag og seinna í kvöld verður Íslandsmeistaraúrslitagrein hér á Golf1 í móti 35+. Staðan eftir 2. dag á Icelandair – Íslandsmóti 35+ er eftirfarandi: Karlar 1. flokkur 1 Einar Lyng Hjaltason GKJ 2 F 41 39 80 9 73 80 153 11 2 Baldur Baldursson GÞH 3 F 38 40 78 7 80 78 158 16 3 Gísli Guðni Hall GR 3 F 44 38 82 11 77 82 159 17 4 Guðjón Gottskálk Bragason GR 3 F 40 37 77 6 83 77 160 18 5 Gunnar Geir Gústafsson GV 0 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 13:15

GR: Sýning á verkum Ninný á Korpu

Nú er síðasta sýningarhelgi á sýningu Ninný í Golfklúbbi Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum. Hægt að fá sér kaffi, mat og drykk í skálanum. Meðfylgjandi mynd er af verki á sýningunni, sem heitir „Uppsveifla“ og er eina afstrakt verkið á sýningunni. Tilvalið fyrir þá sem hafa ekkert að gera þessa helgi og eru í menningarlegum hugleiðingum að skella sér á sýninguna, enda fer hver að verða síðastur. Til þess að komast á facebook síðu listamannsins Ninný SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 13:00

LET: Pace og Herbin í forystu eftir 2. dag Opna spænska

Opna spænska kvennamótið fer fram þessa dagana þ.e. 18.-21. júlí í Madrid á Spáni.  Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna, LET. Þegar mótið er hálfnað eru það Lee Anne Pace frá Suður-Afríku og franska stúlkan Celine Herbin sem deila forystunni, en báðar eru búnar að spila á 8 undir pari 136 höggum; Herbin (68 68) og Pace (67 69). Í 3. sæti eru 2 hin sænska Isabella Ramsey og Jia Yun Li frá Kína. Báðar eru þær 2 höggum á eftir forystunni þ.e. á 6 undir pari, 138 höggum; Ramsey (69 69) og Li (72 66). Þriðji hringur er þegar hafinn og má fylgjast með skori keppenda með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 12:45

LPGA: 3 efstar þegar Marathon Classic er hálfnað

Í Highland Meadows golfklúbbnum í Sylvaníu, Ohio fer þessa dagana fram Marathon Classic mótið sem styrkt er af Owens Corning og O-1, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.Meðal þátttakenda er einhverjir bestu kvenkylfingar heimsins í dag. Þegar mótið er hálfnað eru 3 sem deila efsta sætinu: Paula Creamer, Beatriz Recari og Alison Walshe. Allar eru þær samtals búnar að spila á 8 undir pari, 134 höggum; Recari (69 65); Creamer (66 68); Walshe (65 69). Ein í 4. sæti, aðeins 1 höggi á eftir,  er bandaríski kylfingurinn Jacqui Concolino á samtals 7 undir pari (67 68). Það voru nokkrar þekktar sem ekki náðu niðurskurði í gær í mótinu m.a.: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 12:30

Íslandsmót eldri kylfinga (karlar): Jón Haukur efstur í flokki 55+ og Ragnar Guðmundsson efstur í 70+ eftir 2. dag

Í flokki karla 55+ á Íslandsmóti eldri kylfinga hefir Jón Haukur Guðlaugsson, GR 4 högga forystu á þá Einar Long, GHR (74 72) og Björgvin Þorsteinsson, GA á, en lokahringur mótsins verður leikinn í dag. Jón Haukur er búinn að leika hringina 2 á Íslandsmótinu á samtals 2 yfir pari, 162 höggum (74 68) og átti glæsihring upp á 2 undir pari, 68 högg á Strandarvelli í gær!   Á hringnum fékk Jón Haukur 4 fugla (á 2., 3., 5. og 10. braut) og 2 skolla – Glæsilegur hringur það! Björgvin átti lægsta skor gærdagsins 66 glæsihögg og kom sér þar með upp í 2. sætið – en ekki gekk vel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 12:00

Íslandsmót eldri kylfinga (konur): Hörð barátta milli Ásgerðar og Maríu Málfríðar – Sigrún Margrét búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil

Það er hörð barátta milli þeirra Ásgerðar Sverrisdóttur, GR og Maríu Málfríðar Guðnadóttur, GKG, en báðar eru búnar að leika á samtals 22 yfir pari, 162 höggum og eiga 5 högg á þá sem er í 3. sæti, margfaldan Íslandsmeistara Steinunni Sæmundsdóttur, GR. Í 4.-5. sæti eru síðan Keiliskonurnar Anna Snædís Sigmarsdóttir og Kristín Sigurbergsdóttir, báðar á 28 yfir pari, 168 höggum. Í flokki kvenna 65+ er aðeins 1 keppandi Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK, sem er þ.a.l. búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn 2013 í sínum flokki. Staðan hjá konunum á Íslandsmóti eldri kylfinga er eftirfarandi fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag: Konur 65+: 1 Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK 8 Lesa meira