Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 15:45

Íslandsmót eldri kylfinga: Sigrún Margrét Ragnarsdóttir Íslandsmeistari 65+ 5. árið í röð

Nú rétt í þessu varð Sigrún Margrét Ragnarsdóttir úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði Íslandsmeistari í flokki 65+  á Íslandsmóti eldri kylfinga. Mótinu er nú að ljúka á Strandarvelli á Hellu.

Sigrún Margrét varði því titil sinn frá s.l. ári, en nú fékk hún aðeins minni samkeppni en þá.

Þetta er 5. árið í röð sem Sigrún Margrét verður Íslandsmeistari í flokki 65+ án forgjafar en með forgjöf hefir hún orðið Íslandsmeistari í 4 skipti undanfarin 5 skipti þ.e. að undanskildu árinu í fyrra, 2012, en þá varð klúbbsystir hennar í GK Inga Magnúsdóttir, Íslandsmeistari með forgjöf.

Sigurskor Sigrúnar Margrétar var samtals 74 yfir pari, 284 högg (97 93 94).

Golf 1 óskar Sigrúnu Margréti innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!