Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 15:28

Upphitunarrútína Jiménez – myndskeið

Miguel Ángel Jiménez er óhefðbundinn að mörgu leyti.

Hann hefir m.a. verið valinn „áhugaverðasti kylfingurinn í golfi.“

Það kemur e.t.v. ekki á óvart en hann er þekktur fyrir að vera mikið fyrir hraðskreiða bíla, vindla og vín.

Konur … ekki svo mikið, enda hefir Jiménez verið kvæntur Carmen sinni til fjölda ára.

Hann er meðal efstu manna á Opna breska, en honum hefir ekki enn tekist að sigra risamót.

Nú fer hver að verða síðastur, enda verður Jiménez 50 ára, 5. janúar á næsta ári.

Fari svo að Jiménez sigri á Opna breska verður hann elsti sigurvegarinn í sögu mótsins.

Eitt það óhefðbundna við Jiménez er upphitunarrútína hans, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: