
Afmæliskylfingur dagsins: Henning Darri Þórðarson – 20. júlí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Henning Darri Þórðarson. Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 15 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Hann er nú við keppni á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Jaðarsvelli á Akureyri. Henning Darri er með 3,6 í forgjöf. Hann vann m.a. á 1. maí mótinu á Hellu í fyrra, 2012 og spilaði það ár á Unglingamótaröð Arion banka þar sem hann varð í 1. sæti á 1. mótinu upp á Skaga á glæsiskori 2 undir pari, samtals 142 höggum (72 70), sem var næstbesta skorið í keppninni allri!
En Henning Darri lét ekki þar við sitja – hann vann líka í flokki 14 ára og yngri á Þverárvelli á Hellishólum þar sem 2. mótið fór fram á Unglingamótaröðinni; hann varð í 4. sæti á 3. mótinu á Korpunni og Henning Darri varð síðan Íslandsmeistari í höggleiki í strákaflokki 2012.

Sigurvegarar á Íslandsmóti í höggleik unglinga 2012 í strákaflokki. F.v.: Helgi Snær Björgvinsson, GK, 3. sæti; Henning Darri Þórðarson, GK, Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2012; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 2. sæti. Mynd: golf.is
Henning Darri varð síðan í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í strákaflokki 2012 þ.e. 5. mótinu:

Fannar Ingi Steingrímsson, í 2. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni í strákaflokki 2012. Mynd: gsimyndir.net
Á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðarinnar í fyrra varð Henning Darri síðan í 6. sæti.
Í fyrra sem í ár tók Henning Darri þátt í Finnish International Junior Championship, í Vierumäki í Finnlandi og stóð sig bara vel!
Henning Darri varð Íslandsmeistari með A-sveit Keilis á Jaðarsvelli 2012:

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja – A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is
Loks mætti geta þess að árið 2012 hlaut Henning Darri Framfarabikar GK.
Golf 1 tók viðtal við Henning Darra sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Í ár spilar Henning Darri á Íslandsbankamótaröðinni og hefir þegar verið í sigursæti þ.e. á 1. mótinu í Þorlákshöfn, þar sem Henning Darri varð í 2.-4. sætinu:

F.v: Pétur Aðalsteinsson frá Íslandsbanka, Henning Darri Þórðarson, GK í 2.-4. sæti; Óðinn Þór Rikharðsson, GKG, sigurvegari Gísli Sveinbergsson, GK 2.-4. sæti og Birgir Björn Magnússon 2.-4. sæti, GK
Henning Darri varð síðan í 8. sæti á 2. mótinu, sem fram fór á Hellu og á 3. mótinu á Leirdalsvelli, sem var Íslandsmótið í holukeppni komst Henning Darri í 8 manna úrslit en tapaði þar fyrir Íslandsmeistaranum Gísla Sveinbergssyni, en gaf sig ekki baráttulaust, en leikur þeirra fór á 21. holu!
Það er vonandi að Henning Darra gangi sem allra best á afmælisdaginn fyrir norðan!!!
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HENNING DARRI!!! 🙂
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (77 ára); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (68 ára); Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (43 ára); Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (37 ára); James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 (31 árs)
…… og ……..
Þórleifur Gestsson (47 ára)




Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024