Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2013 | 12:45

LPGA: 3 efstar þegar Marathon Classic er hálfnað

Í Highland Meadows golfklúbbnum í Sylvaníu, Ohio fer þessa dagana fram Marathon Classic mótið sem styrkt er af Owens Corning og O-1, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.Meðal þátttakenda er einhverjir bestu kvenkylfingar heimsins í dag.

Þegar mótið er hálfnað eru 3 sem deila efsta sætinu: Paula Creamer, Beatriz Recari og Alison Walshe. Allar eru þær samtals búnar að spila á 8 undir pari, 134 höggum; Recari (69 65); Creamer (66 68); Walshe (65 69).

Ein í 4. sæti, aðeins 1 höggi á eftir,  er bandaríski kylfingurinn Jacqui Concolino á samtals 7 undir pari (67 68).

Það voru nokkrar þekktar sem ekki náðu niðurskurði í gær í mótinu m.a.: Sandra Gal, Christina Kim, Amanda Blumerherst, Maria Hjorth, Brittany Lincicome, Yani Tseng og Belen Mozo.

Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: