Afmæliskylfingur dagsins: Janet Coles – 4. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Janet Coles. Janet fæddist 4. ágúst 1954 og er því 59 ára í dag. Hún spilaði hér áður fyrr á LPGA og sigraði tvívegis; á Ladies Michelob, 8. maí 1983 og Natural Light Tara Classic, 30. aprí 1978. Þann 22. ágúst 2011 var Janet ráðin sem þjálfari hjá Dartmouth College. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Deedee Lasker, (spilaði hér áður fyrr á LPGA) 4. ágúst 1959 (54 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ricoh Women´s British Open í beinni
Loksins er komið að því Opna breska kvenrisamótið hófst s.l. fimmtudag…. og hægt að fylgjast með því í beinni með því að SMELLA HÉR: Fylgist með golfsögunni í beinni því á mótinu mun Inbee Park frá Suður-Kóreu, reyna fyrst kven- og karlkylfinga að sigra á 4. risamótinu sama árið. Það sem Inbee mun reyna að gera í mótinu er að ná Grand Slam, sem er einmitt annað orð yfir að vinna öll risamót á sama árinu – reyndar er búið að bæta einu risamóti við í kvennagolfinu Evian Championship – en keppt er í 1. skipti í ár í mótinu, sem risamóti. Þannig að það sem hún reynir við er Lesa meira
PGA: Tiger líklega að sigra í 5. móti sínu í ár!
Fremur líklegt er að Tiger muni sigra í 5. móti sínu í ár, nú á heimsmótinu Bridgestone Invitational, sem fram fer í Firestone, Akron, Ohio. Tiger er samtals búinn að leika á 15 undir pari, 195 höggum (66 61 68). Hann er með 7 högga forsytu á næsta mann, Henrik Stenson frá Svíþjóð á 8 yfir pari (65 70 67) og 8 högga forystu á þann sem er í 3. sæti Jason Dufner á samtals 7 yfir pari, (67 69 67). Tiger hefir aldrei verið með svo mikla og yfirgnæfandi forystu í móti (7 högg) og tapað því svo. Í 4. sæti eru síðan Luke Donald, Chris Wood og Bill Haas Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Tveir golffélagar, sem spilað höfðu saman til margra ára, ákváðu einn daginn að þeir ætluðu að spila boltanum þar sem hann lá … „sama hvað!“ Á 14. holu slæsaði annar félaganna boltann sinn og hann lenti á golfbílastígnum. Þar sem hann er á leiðinni að golfbílastígnum að taka upp boltann sinn kemur félagi hans til hans og segir: „Bíddu! Við vorum sammála um að við myndum ekki taka upp bolta okkar! Manstu ekki? Sama hvað!“ Félaginn sem hafði slæsað bolta sínum reyndi að útskýra að hann ætti rétt á þessu skv. golfreglunum, en félagi hans var óhagganlegur. Pirraður blakaði sá sem slæsaði höndum sínum upp í loftið, fór að golfbíl Lesa meira
GÍ: Rögnvaldur og Valtýr sigruðu í Mýrarboltanum – Gutti fór holu í höggi – Jón Guðmunds fékk verðlaun fyrir besta „look“-ið!
Í dag fór fram á Tungudalsvelli á Ísafirði, Mýrarboltagolfmótið. Það sem bar helst til tíðinda í mótinu var að Guðvarður Jakobsson úr GBO fór holu í höggi á 6. braut í Mýrarboltamótinu. Gutti notaði 8 járn og lenti boltinn á tungunni við bönkerinn hoppaði einu sinni og rann í holuna, fullkomið högg hjá Gutta. Sjötta holan er 123 metrar að lengd. Golf 1 óskar Gutta innilega til hamingju með draumahöggið!!! Annars urðu úrslitin þessi: Höggleikur: 1. sæti Rögnvaldur Magnússon, klúbbmeistari GO 2013, á 71 höggi 2 sæti Helgi Birkir Þórisson GSE á 72 höggum 3. sæti Ingunn Gunnarsdóttir GKG á 74 höggum. Punktakeppni: 1. sæti Valtýr Gíslason 40 punktar Lesa meira
Elísabet og Birgir Leifur eignuðust son!
Eftir að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð Íslandsmeistari í höggleik s.l. helgi sagði hann frá því að eiginkona hans Elísabet Halldórsdóttir væri að fara að eignast 3. barn þeirra hjóna og hann hefði þess vegna verið hikandi að taka þátt í Íslandsmótinu. Kona hans hefði þó hvatt sig til að taka þátt og það varð til þess að Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik í 5. sinn. Í s.l. viku fæddist þeim Elísabetu síðan sonur og er það 3. barn þeirra og heilsast móður og barni vel. Fyrir eiga þau hjón Inga Rúnar, 13 ára og Birgittu Sóley, 9 ára, en Ingi Rúnar var einmitt kylfusveinn föður síns í mótinu og stóð Lesa meira
3. hring frestað á Opna breska
Þriðja hring á RICOH Women’s British Open á Old Course, St. Andrews var frestað í dag vegna hvassviðris, sem truflaði mjög leik. Áætlað er að leikur hefjist kl. 6:15 að staðartíma (kl. 7:15 að íslenskum tíma) á morgun, sunnudaginn 4. ágúst. Alls höfðu 9 keppendur lokið 3. hring þegar leik var fyrst resta kl. 12:31 að staðartíma (kl. 13:31 hjá okkur heima á Íslandi). Vindhviðurnar náðu allt að 40 mílna hraða per klst. og mjög reyndi á dómara mótsins vegna þess að hér og hvar um völlinn voru boltar að feykjast úr stað og kölluðu m.a. 5 keppendur til dómara á sama tíma. Tekin var ákvörðun skömmu eftir það að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Böddi Öder ———– 3. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Böddi Öder. Hann er fæddur 3. ágúst 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Böddi er í Golfklúbbnum Oddi (GO). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér: Böddi Öder · 20 ára merkisafmæli (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar eru: Omar David Uresti , 3. ágúst 1968 (45 ára); Lee Andrew Slattery, 3. ágúst 1978 (35 ára); Peter Whiteford, 3. ágúst 1980 (33 ára) …… og ……. Issi Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson (41 árs) Lárus Kjærnested Ívarsson (36 ára) Laila Ingvarsdóttir, GHÞ (56 ára) Regína Sveinsdóttir, GKB (58 ára) Líney Óladóttir (48 ára) Ragnar Már Garðarsson, GKG (18 ára) Guðrún Katrin Konráðsdóttir (62 ára) Lesa meira
800 spila í mótum um allt land í dag!
Svona á aðfangadegi Verzlunarmannahelgarinnar, laugardaginn 3. ágúst 2013 eru í boði mörg skemmtileg golfmót út um allt land fyrir Verzlunarmannahelgarferðalanga eða þá sem eru að slaka á í sumarbústað nálægt golfvöllum. Alls eru u.þ.b. 800 manns skráðir í 10 golfmót í dag. Það eru eftirfarandi golfmót: Suðurland Í Ásatúninu fer fram hið árlega stórglæsilega Toppmót. 40 manns eru skráðir í það mót 10 kvenkylfingar og 30 karlkylfingar. Í Kiðjaberginu fer fram Styrktarmót GKB. 196 manns eru skráðir í mótið 40 kvenkylfingar og 156 karlkylfingar. Spilað er skv. Texas Scramble leikformi. Á Selfossi fer fram Opna Carlsberg mótið. 104 manns eru skráðir í mótið 12 kvenkylfingar og 92 karlkylfingar. Í Öndverðarnesinu fer Lesa meira
PGA: Tiger efstur í Ohio eftir 2. dag
Tiger Woods hefir tekið afgerandi forystu á Bridgestone Invitational mótinu sem fram fer á Firestone golfvellinum, í Akron Ohio, en mótið er eitt heimsmótanna og þar að auki mót vikunnar á PGA Tour. Tiger er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 127 höggum (66 61). Hann jafnaði m.a. vallarmetið á 2. hring – fékk 61 högg en það er í 2. skipti á ferli hans sem honum tekst að fá það skor í móti. Á hringnum fékk Tiger örn, 7 fugla og 10 pör, skilaði sem sagt „hreinu skorkorti.“ Á tímabili fékk hann 4 fugla í röð (á brautum 10-13). Tiger er með 7 högga forystu á næstu Lesa meira









