Evróputúrinn: GMac kylfingur júlímánaðar
Graeme McDowell hefir verið valinn The Race to Dubai kylfingur júlímánaðar á Evróputúrnum eftir að hafa orðið 2. kylfingur til þess að sigra fleira en eitt mót á Evrópumótaröðinni í ár, þ.e. the Alstom Open de France. McDowell fékk áritaðan disk og risaflösku af Moët & Chandon kampavíni, fyrir vikið. McDowell, sem hélt upp á 34. afmælisdagsins s.l. þriðjudag fyrir viku sagði: „Það er frábært að hafa annað tilefni til þess að halda upp á til viðbótar afmælinu mínu í þessari viku. Það var augljóslega frábært að sigra á Opna franska. Þetta er frábær golfvöllur sem mér hefir alltaf fundist að mér gæti gengið vel á.“ McDowell er nú í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gauja Hálfdanardóttir – 5. ágúst 2013
Afmæliskyflingur dagsins er Gauja Hálfdanardóttir. Gauja er fædd 5. ágúst 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmæli hér að neðan: Gauja Hálfdanardóttir · 40 ára stórafmæli (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Katsunari Takahashi, 5. ágúst 1950 (63 ára); Ólafur Gylfason, golfkennari GA, 5. ágúst 1968 (45 ára); Anna Rawson, 5. ágúst 1981 (32 ára); Paula Creamer, 5. ágúst 1986 (27 ára); Shanshan Feng, 5. ágúst 1989 (24 ára) ….. og …… Ásdís Lilja Emilsdóttir · (57 ára) Olafur Loftsson · 26 ára Silla Ólafsdóttir · 64 ára Gylfi Rútsson · 51 árs Erna Lundberg Kristjánsdóttir · 17 Lesa meira
Tiger sigraði á Bridgestone Invitational
Tiger Woods stóð uppi sem sigurvegari á Bridgestone Invitaional í gærkvöldi og fátt sem kemur á óvart þar. Hann lék lokahringinn af öryggi – á pari – fékk 16 pör 1 fugl og 1 skolla. Samtals lék Tiger á 15 undir pari, 265 höggum (66 61 68 70) og átti 7 högg á þá sem næstir komu. Í 2. sæti á samtals 8 undir pari, 272 höggum urðu þeir Keegan Bradley og Henrik Stenson. Í 4.-6. sæti á samtals 6 undir pari, hver, urðu síðan þeir Miguel Ángel Jiménez, Zach Johnson og Jason Dufner. Þegar sigurinn var í höfn tók Tiger son sinn Charlie í fangið sem var að fylgjast Lesa meira
GHD: Böðvar fór holu í höggi á Dalvíkurskjálftanum!
Það voru 30 kjúklingar sem flugu til nýrra eigenda á Dalvíkurskjálftanum í gær, 3. ágúst 2013 en fyrir hvern fugl sem fenginn er í mótinu er í verðlaun kjúklingur!!! Skemmtileg hefð það á Dalvíkurskjálftanum á Dalvík!!! Flesta fugla fengu Þorvaldur Jónsson, GÓ; Óskar Jóel Jónsson, GA og Högni Róbert Þórðarson, GÞ eða 3 fugla/kjúklinga hver. Sumir fuglar voru þó STÆRRI í gær en aðrir þ.e. örninn sem Böðvar Þórisson, GBO fékk á par-3 1. holu Arnarholtsvallar í gær eða m.ö.o. hann fór holu í höggi!!! Áður fyrr voru kalkúnar í verðlaun fyrir erni hvað þá holur í höggi og ætti Böðvar svo sannarlega skilið einn slíkan!!! Golf 1 óskar Böðvari Lesa meira
Lewis sigraði á Opna breska
Stacy Lewis bar sigur úr býtum á 4. risamóti kvennagolfsins nú í kvöld á Old Course á St. Andrews í Skotlandi. Næstar á eftir henni í 2. sæti urðu Na Yeon Choi og Park þ.e. Hee Young, ekki Inbee Park, sem var að reyna að sigra á 4. risamótinu í röð á sama almanaksárinu, fyrst bæði kven- og karlkylfinga í lengri tíma til þess að eiga tækifæri á því. Inbee landaði hins vegar 42. sætinu. Sigurvegarinn Stacy Lewis lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (67 72 69 72) – ekkert sérstakt skor og höfum við oft séð það mun betra hjá Inbee í ár, en af 4 hringjum Lesa meira
GÖ: Úrslit úr Stóra GÖ
Í gær fór fram Stóra GÖ mótið og voru 188 þátttakendur skráðir í mótið. Þetta var innfélagsmót þar sem klúbbfélagar gátu jafnframt boðið gestum. Leikinn var betri bolti – fjölmörg verðlaun veitt þ.á.m. fyrir að vera næstur holu á par þristunum. Úrslitin í betri boltanum og fyrir að vera næstur holu eru eftirfarandi: Nándarverðlaun: 2. braut: Ísak Jasonarson 1,20m 5. braut: Ingibjörg Kristjánsdóttir 3,80m 13. braut: Sigrún Bragadóttir 0,36m 15. braut: Rafn Thorarensen 4,27m 18. Þorvarður G. Hjaltason 2,97m Næstur holu á 9. braut í 2 höggi: Trausti Hallsteinsson 0,71 Næstur Brúnáslínunni á 7. braut: Ragnar Guðmundsson var á línunni. Úrslit í betri bolta: Leikmaður Leikmaður Punktar 18 Lesa meira
WGC Bridgestone Inv. í beinni
Þá er komið að lokahring WGC Bridgestone Invitational, en leikið er á Firestone golfvellinum í Akron, Ohio. Lokaráshópurinn með Tiger innanborðs er farinn út og þegar búinn að spila 3 holur. Sjá má Bridgestone í beinni með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með skori keppenda á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
GKB: Gunnar Marel sigursæll – Poolarnir sigruðu í Styrktarmóti GKB
Í gær 3. ágúst 2013 fór fram Styrktarmót GKB. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði og það fjölmennasta á landinu í gær. Þáttakendur voru 190 (95 lið) ; 40 kvenkylfingar og 150 karlkylfingar. Spilað var skv. Texas Scramble leikformi. Einnig voru veitt nándarverðlaun. Sá sem kom sá og sigraði í mótinu var Gunnar Marel Einarsson, klúbbmeistari GHG 2013, en hann og lið hans Poolararnir (þ.e.a.s. hann ásamt Hilmi Guðlaugssyni) lönduðu efsta sætinu í Texas-num á 62 höggum nettó, auk þess sem Gunnar Marel hlaut nándarverðlaun á 3. braut. Í 2. – 5. sæti varð liðið Eagle Creak þ.e. þeir Bjarki Pétursson, GB og Snorri Hjaltason, GB; Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Lesa meira
Grand Slam möguleikar Inbee að engu orðnir
Inbee Park sagði í morgun að tilraun hennar til þess að verða fyrsti kylfingur sögunnar til að sigra í 4 risamótum í röð væru „næstum ómögulegar“ nú. Og hún hafði rétt fyrir sér. Jafnvel þótt veðrið hafi leikið við kylfinga á St. Andrews í morgun, virtist Inbee ekki ná að sökkva neinum púttum. Hún lauk við 3. hring á 2 yfir pari, 74 höggum , heilum 9 höggum á eftir forystukonunni efti 54 holur, Morgan Pressel. Ekki tók við betra á 4. hring hjá Inbee, líklegast vonbrigðin farin að segja til sín, fyrir utan að hún virtist verulega ströggla á Old Course… hún lauk keppni á 4. hring á 5 yfir Lesa meira
GKS: Dagný og Salmann sigruðu í Sigló Open
Sigló Open fór fram í gær, laugardaginn 3. ágúst 2013 og ekki er hægt að segja að veðrið hafi leikið við kylfinga í þetta skiptið, en bæði var úrkoma og vindur. 30 keppendur tóku þátt að þessu sinni en alls voru 40 skráðir til leiks í gærkveldi og urðu því þó nokkur afföll. Veðrið hefir eflaust spilað þar inn í. Keppt var í karla- og kvennaflokki og urðu úrslit eftirfarandi: Sigurvegarar í kvennaflokki voru eftirfarandi: 1. sæti Dagný Finnsdóttir GÓ með 35 punkta 2. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 31 punkt 3. sæti Björg Traustadóttir GÓ með 30 punkta. Sigurvegarar í karlaflokki voru eftirfarandi: 1. sæti Salmann H. Árnason GKJ Lesa meira










