
800 spila í mótum um allt land í dag!
Svona á aðfangadegi Verzlunarmannahelgarinnar, laugardaginn 3. ágúst 2013 eru í boði mörg skemmtileg golfmót út um allt land fyrir Verzlunarmannahelgarferðalanga eða þá sem eru að slaka á í sumarbústað nálægt golfvöllum.
Alls eru u.þ.b. 800 manns skráðir í 10 golfmót í dag.
Það eru eftirfarandi golfmót:
Suðurland
Í Ásatúninu fer fram hið árlega stórglæsilega Toppmót. 40 manns eru skráðir í það mót 10 kvenkylfingar og 30 karlkylfingar.
Í Kiðjaberginu fer fram Styrktarmót GKB. 196 manns eru skráðir í mótið 40 kvenkylfingar og 156 karlkylfingar. Spilað er skv. Texas Scramble leikformi.
Á Selfossi fer fram Opna Carlsberg mótið. 104 manns eru skráðir í mótið 12 kvenkylfingar og 92 karlkylfingar.
Í Öndverðarnesinu fer fram Stóra Öndverðarnes – betri bolti – innanfélagsmótið. 188 félagar í GÖ og gestir eru skráðir í mótið 61 kvenkylfingur!!! og 127 karlkylfingar. Eins og segir í nafni mótsins er leikformið betri bolti og tveir saman í liði! Frábær þátttaka kvenkylfinga í mótinu en þær eru u.þ.b. 33% þátttakenda og ljóst að mót í Öndverðarnesinu eru kvenvæn!!!
Vestfirðir
Á Ísafirði fer fram Mýrarboltamótið á Tungudalsvelli. 48 manns eru skráðir í mótið 4 kvenkylfingar og 44 karlkylfingar.
Norðurland
Á Siglufirði fer fram Opna Sigló á Hólsvelli. 32 eru skráðir í mótið 5 kvenkylfingar og 27 karlkylfingar.
Á Sauðárkróki fer fram Vodafonemótið í Norðvesturþrennunni II. 40 manns eru skráðir í mótið 9 kvenkylfingar og 31 karlkylfingur.
Í Dalvík fer fram Dalvíkurskjálftinn. 66 manns eru skráðir í mótið 17 kvenkylfingar og 49 karlkylfingar.
Á Lundvelli í Þingeyjarsýslu fer fram PH-mótið. Ekkert liggur fyrir hversu margir skráðir eru í mótið.
Austurland
Á Neskaupsstað fer fram hið árlega Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar. 89 manns eru skráðir í það mót 10 kvenkylfingar og 79 karlkylfingar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024