
800 spila í mótum um allt land í dag!
Svona á aðfangadegi Verzlunarmannahelgarinnar, laugardaginn 3. ágúst 2013 eru í boði mörg skemmtileg golfmót út um allt land fyrir Verzlunarmannahelgarferðalanga eða þá sem eru að slaka á í sumarbústað nálægt golfvöllum.
Alls eru u.þ.b. 800 manns skráðir í 10 golfmót í dag.
Það eru eftirfarandi golfmót:
Suðurland
Í Ásatúninu fer fram hið árlega stórglæsilega Toppmót. 40 manns eru skráðir í það mót 10 kvenkylfingar og 30 karlkylfingar.
Í Kiðjaberginu fer fram Styrktarmót GKB. 196 manns eru skráðir í mótið 40 kvenkylfingar og 156 karlkylfingar. Spilað er skv. Texas Scramble leikformi.
Á Selfossi fer fram Opna Carlsberg mótið. 104 manns eru skráðir í mótið 12 kvenkylfingar og 92 karlkylfingar.
Í Öndverðarnesinu fer fram Stóra Öndverðarnes – betri bolti – innanfélagsmótið. 188 félagar í GÖ og gestir eru skráðir í mótið 61 kvenkylfingur!!! og 127 karlkylfingar. Eins og segir í nafni mótsins er leikformið betri bolti og tveir saman í liði! Frábær þátttaka kvenkylfinga í mótinu en þær eru u.þ.b. 33% þátttakenda og ljóst að mót í Öndverðarnesinu eru kvenvæn!!!
Vestfirðir
Á Ísafirði fer fram Mýrarboltamótið á Tungudalsvelli. 48 manns eru skráðir í mótið 4 kvenkylfingar og 44 karlkylfingar.
Norðurland
Á Siglufirði fer fram Opna Sigló á Hólsvelli. 32 eru skráðir í mótið 5 kvenkylfingar og 27 karlkylfingar.
Á Sauðárkróki fer fram Vodafonemótið í Norðvesturþrennunni II. 40 manns eru skráðir í mótið 9 kvenkylfingar og 31 karlkylfingur.
Í Dalvík fer fram Dalvíkurskjálftinn. 66 manns eru skráðir í mótið 17 kvenkylfingar og 49 karlkylfingar.
Á Lundvelli í Þingeyjarsýslu fer fram PH-mótið. Ekkert liggur fyrir hversu margir skráðir eru í mótið.
Austurland
Á Neskaupsstað fer fram hið árlega Neistaflug GN og Síldarvinnslunnar. 89 manns eru skráðir í það mót 10 kvenkylfingar og 79 karlkylfingar.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023