Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2013 | 10:30

PGA: Tiger efstur í Ohio eftir 2. dag

Tiger Woods hefir tekið afgerandi forystu á Bridgestone Invitational mótinu sem fram fer á Firestone golfvellinum, í Akron Ohio, en mótið er eitt heimsmótanna og þar að auki mót vikunnar á PGA Tour.

Tiger er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 127 höggum (66 61).  Hann jafnaði m.a. vallarmetið á 2. hring – fékk 61 högg en það er í 2. skipti á ferli hans sem honum tekst að fá það skor í móti.

Á hringnum fékk Tiger örn, 7 fugla og 10 pör, skilaði sem sagt „hreinu skorkorti.“ Á tímabili fékk hann 4 fugla í röð (á brautum 10-13).

Tiger er með 7 högga forystu á næstu menn; Chris Wood og Keegan Bradley, sem báðir eru á samtals 6 undir pari, hvor …. og ekkert nema sigurinn í 5. mótinu í ár sem blasir við nr. 1 á heimslistanum (Tiger)!!!

Til þess að sjá stöðuna á Bridgestone Invitational þegar mótið er hálfnað SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Bridgestone Invitational, sem er 3. heimsmótið í ár SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á Bridgestone Invitational sem var scramble Tiger á 18. holu fyrir pari og þ.m. 61 höggi SMELLIÐ HÉR: