Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2013 | 03:00

PGA: Tiger líklega að sigra í 5. móti sínu í ár!

Fremur líklegt er að Tiger muni sigra í 5. móti sínu í ár, nú á heimsmótinu Bridgestone Invitational, sem fram fer í Firestone, Akron, Ohio.

Tiger er samtals búinn að leika á 15 undir pari, 195 höggum (66 61 68).

Hann er með 7 högga forsytu á næsta mann, Henrik Stenson frá Svíþjóð á 8 yfir pari (65 70 67) og 8 högga forystu á þann sem er í 3. sæti Jason Dufner á samtals 7 yfir pari, (67 69 67).

Tiger hefir aldrei verið með svo mikla og yfirgnæfandi forystu í móti (7 högg) og tapað því svo.

Í 4. sæti eru síðan Luke Donald, Chris Wood og Bill Haas á samtals 6 undir pari hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þes að sjá hápunkta 3. dags á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg dagsins á Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR: