Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2013 | 23:00

Golfgrín á laugardegi

Tveir golffélagar, sem spilað höfðu saman til margra ára, ákváðu einn daginn að þeir ætluðu að spila boltanum þar sem hann lá  … „sama hvað!“

Á 14. holu slæsaði annar félaganna boltann sinn og hann lenti á golfbílastígnum. Þar sem hann er á leiðinni að golfbílastígnum að taka upp boltann sinn kemur félagi hans til hans og segir:  „Bíddu! Við vorum sammála um að við myndum ekki taka upp bolta okkar! Manstu ekki? Sama hvað!“

Félaginn sem hafði slæsað bolta sínum  reyndi að útskýra að hann ætti rétt á þessu skv. golfreglunum, en félagi hans var óhagganlegur.

Pirraður blakaði sá sem slæsaði höndum sínum upp í loftið, fór að golfbíl þeirra félaga og dró fram kylfu.  Þar sem hann stóð yfir boltanum tók hann nokkrar æfingasveiflur og skrapaði af og til golfbílastíginn þannig að neistarnir flugu út um allt.  Já, sannkallað neistaflug!!!

Loks lét hann vaða. Kylfan skrapaði golfbílastíginn, neistarnir flugu að nýju út um allt, en boltinn fór í beinni línu beint í átt að stöng og lenti aðeins nokkra sentimetra frá holu. Æðislegt töfrahögg!!!

„Frábært högg!“ andvarpaði félaginn, sem ekki hafði leyft lausnina.  „Hvaða kylfu notaðirðu?“ Félaginn sem slæsað hafði brosti þurrlega og sagði síðan: „7-járnið þitt!!!“