Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2013 | 10:00

GÖ: Sólrún og Birkir Örn sigruðu í hjóna- og parakeppni Heimsferða og Didriksson

Þann 26.-27. júlí s.l. fór fram hjóna- og parakeppni Heimsferða og Didriksson á Öndverðarnessvelli. Þátttakendur voru 156 eða 78 pör. Mótið var tveggja daga og tókst hið besta til í alla staði. Úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti – Sólrún Viðarsdóttir / Birkir Örn Karlsson 86p 2. sæti – Björk Svarfdal Hauksdóttir / Guðmundur Örn Óskarsson 82p 3. sæti – Þórhalla Arnardóttir / Kolbeinn Már Guðjónsson 80p 4. sæti – Arnfríður I Grétarsdóttir / Viktor Jónsson 80p 5. sæti – Margrét Sigurðardóttir / Guðmundur Arason 80p Þess mætti geta að sigurvegarinn Sólrún Viðarsdóttir rekur Power Yoga Iceland, þar sem hún stendur fyrir golf yoganámskeiðum bæði fyrir golfara og dansara. Golfjógað hjá Sólrúnu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2013 | 20:00

Viðtalið: Helga Kristín Einarsdóttir, NK.

Viðmælandi Golf1 í kvöld er hinn 17 ára klúbbmeistari NK 2013, sem þar að auki hefir sigrað á fyrsta stigamóti sínu á Íslandsbankamótaröðinni. Fullt nafn:   Helga Kristín Einarsdóttir. Klúbbur:  Nesklúbburinn. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist í Reykjavík, 4. janúar 1996. Hvar ertu alin upp? Á Seltjarnarnesi. Í hvaða starfi/námi ertu?  Ég er í Verzlunarskóla Íslands og er að byrja á öðru ári. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég bý með foreldrum mínum og bróður, við erum öll á fullu í golfinu. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Fór á nokkur golfnámskeið þegar ég var yngri en ég byrjaði að stunda þetta á fullu fyrir þremur árum. Hvað varð til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2013 | 19:30

Golfútbúnaður: Suzann Pettersen þróar nýjan golfskó í samvinnu við Nike

Að golfskór þrengi hvergi að og séu jafnframt þannig að kylfingar hafi jarðsamband þ.e. séu í snertingu við jörðina er mikilvægt og Free útsóla- tækni Nike á að stuðla að þeim hagsbótum. Rétt eins og Tiger hjálpaði við að þróa Free-Inspired golfskóinn frá Nike þá hefir Suzann Pettersen nú gengið til liðs við Nike og hjálpað til við að þróa fyrstu Free-Inspired golfskóna fyrir konur frá Nike. „Við höfðum nána samvinnu við Pettersen til þess að hanna skó sem hentuðu leik hennar, “ var meðal þess sem Lee Walker yfirmaður rannsóknar- og þróunardeildar golfskóa sagði um nýja Nike FI Impact golfskóinn.  „FI Impact skórinn hjálpar henni til við að flytja orku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2013 | 19:00

Föt Rory á PGA Championship

Nike er búið að gefa út hvað Rory McIlroy muni klæðast á PGA Championship risamótinu í Oak Hill nú í ár. Rory sem á titil að verja mun klæðst þeim fötum sem eru á meðfylgjandi mynd úr haustfatalínu Nike. Á fimmtudeginum er hann í bláu og hvítu. Á föstudeginum appelsínugulum bol og í hvítum buxum. Um helgina er hann í svörtum og græn- röndóttum bol í hvítum buxum þ.e. á laugardeginum og á sunnudeginum í léttum bol í gamma bláum lit og gráum buxum. Í öllum tivikum verður Rory með hvítt belti og í Nike Lunar Control golfskóm.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2013 | 18:00

NY Choi leiðir þegar Opna breska er hálfnað

Það er Na Yeon (stytt í NY) Choi frá Suður-Kóreu, sem leiðir þegar Opna breska kvenrisamótið er hálfnað. NY Choi er búin að spila frábært , stöðugt golf á St. Andrews; er efst eftir 2. hringi Opna breska á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Landa hennar sem er að reyna við Grand Slam, Inbee Park, átti annan slæman hring í dag upp á 1 yfir pari 73 högg og er samtals búin að spila á 2 undir pari, 142 höggum (69 73).  Hún þarf virkilega að töfra fram ótrúlega 2 hringi um helgina til þess að eiga séns á 4 risamóta Grand Slam-inu, en sem stendur er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2013 | 14:00

Simpson leiðir á Bridgestone eftir 1. dag

Það er Webb Simpson sem er eftstur á Bridgestone Invitational eftir 1. dag. Hann lék 1. hring á 6 undir pari 64 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Svíinn Henrik Stenson á 5 undir pari 65 höggum. Jafnir í 3. sæti eru síðan Tiger, Keegan Bradley, Chris Wood og Ryan Moore, allir á 4 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á WGC-Bridgestone Invitational SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Andrésdóttir – 2. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Andrésdóttir. Þórunn er fædd 2. ágúst 1970 og er því 43 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Akureyrar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins, til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Þórunn Andrésdóttir (43 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Bill Murchison Jr, 2. ágúst 1958 (55 ára); Caroline Pierce,  2. ágúst 1963 (50 ára stórafmæli!!!), Jeff Bloom, 2. ágúst 1963 (50 ára stórafmæli!!!); Jonathan Andrew Kaye, 2. ágúst 1970 (43 ára) …. og …… Eyþór Árnason (59 ára) Jóga Stúdíó (32 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2013 | 20:30

GA: Elvar Örn fór holu í höggi!

Elvar Örn Hermannsson, GA, fór holu í höggi s.l. þriðjudag 30. júlí 2013, á 6. holu á Jaðri. Sló hann höggið með 8 járni og að sögn föður hans, sem var með honum ,var það einkar glæsilegt. Þetta er í annað sinn sem hann nær þeim áfangi, en í hitt skiptið var það á 11. holu á Jaðri. Glæsilegt högg hjá honum! Golf 1 óskar Elvari Erni innilega til hamingju með draumahöggið!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2013 | 20:00

Pressel og Lennarth leiða eftir 1.dag Opna breska

Það eru bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel og sænski kylfingurinn Camilla Lennarth sem leiða eftir 1. dag Opna breska kvenrisamótsins, sem hófst í dag. Þær báðar léku Old Course á St. Andrews í Skotlandi á 6 undir pari 66 höggum, hvorar. Camilla Lennarth er e.t.v. ekki eins þekkt nafn og Pressel, en hún er nýliði á Evrópumótaröðinni og má sjá kynningu Golf1 á henni með því að SMELLA HÉR:  Þriðja sætinu deila 7 kylfingar, allar á 5 undir pari, 67 höggum en þeirra á meðal eru NY Choi og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis. Tíunda sætinu deila aðrir 7 kylfingar allar á 4 undir pari, en þeirra á meðal er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2013 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Liljar Pálsson. Guðmundur Liljar er fæddur 1. ágúst 1973 og því 40 ára stórafmæli í dag. Guðmundur Liljar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Kona Guðmundar Liljar er Rut Arnardóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:  Guðmundur Liljar Pálsson (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Guðlaugur Gíslason, f. 1. ágúst 1908 – d. 6. mars 1992, forystumaður GV um árabil, faðir Jakobínu Guðlaugsdóttir og Jón Hauks Guðlaugssonar, kylfinga með meiru;  Lloyd Mangrum, f. 1. ágúst 1914 – d. 17. nóvember 1973 …… og ……. Lesa meira