
GÍ: Rögnvaldur og Valtýr sigruðu í Mýrarboltanum – Gutti fór holu í höggi – Jón Guðmunds fékk verðlaun fyrir besta „look“-ið!
Í dag fór fram á Tungudalsvelli á Ísafirði, Mýrarboltagolfmótið.
Það sem bar helst til tíðinda í mótinu var að Guðvarður Jakobsson úr GBO fór holu í höggi á 6. braut í Mýrarboltamótinu. Gutti notaði 8 járn og lenti boltinn á tungunni við bönkerinn hoppaði einu sinni og rann í holuna, fullkomið högg hjá Gutta. Sjötta holan er 123 metrar að lengd.
Golf 1 óskar Gutta innilega til hamingju með draumahöggið!!!
Annars urðu úrslitin þessi:
Höggleikur:
1. sæti Rögnvaldur Magnússon, klúbbmeistari GO 2013, á 71 höggi
2 sæti Helgi Birkir Þórisson GSE á 72 höggum
3. sæti Ingunn Gunnarsdóttir GKG á 74 höggum.
Punktakeppni:
1. sæti Valtýr Gíslason 40 punktar
2. sæti Guðbjörn Salmar Jóhannsson 37 punktar
3. sæti Gauti Geirsson 37 punktar.
Næstur holu á 6. braut varð Guðvarður Þórarinn Jakobsson, GBO, en hann fór holu í höggi.
Næstur holu á 7. Braut varð Anton Helgi Guðjónsson, klúbbmeistari GÍ 2013, en hann var 1,81 m frá holunni.
Þá voru veitt verðlaun fyrir besta look-ið í karla og kvennaflokki.
Í karlaflokknum varð það Jón Guðmundsson úr GKG, ekki var hægt að gera upp á milli þeirra kvenna sem þátt tóku, þannig að þær fara allar út að borða á Thaikoon.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024