Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2013 | 20:15

Elísabet og Birgir Leifur eignuðust son!

Eftir að Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð  Íslandsmeistari í höggleik s.l. helgi sagði hann frá því að eiginkona hans Elísabet Halldórsdóttir væri að fara að eignast 3. barn þeirra hjóna og hann hefði þess vegna verið hikandi að taka þátt í Íslandsmótinu.

Kona hans hefði þó hvatt sig til að taka þátt og það varð til þess að Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik í 5. sinn.

Í s.l. viku fæddist þeim Elísabetu síðan sonur og er það 3. barn þeirra og heilsast móður og barni vel.

Fyrir eiga þau hjón Inga Rúnar, 13 ára og Birgittu Sóley, 9 ára, en Ingi Rúnar var einmitt kylfusveinn föður síns í mótinu og stóð sig virkilega vel!

Ingi Rúnar og Birgir Leifur á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik. Mynd: Golf 1

Ingi Rúnar og Birgir Leifur á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik. Mynd: Golf 1

Golf 1 óskar Birgi Leif og Elísabetu innilega til hamingju með soninn og Inga Rúnar og Birgittu Sóley til hamingju með litla bróður!