Schwartzel sér eftir að brjóta kylfu
Charl Schwartzel sér eftir að brjóta kylfu eftir að hann sló slæmt högg á Opna breska risamótinu í síðasta mánuði, en hann sagði í nýlegu viðtali nú að það að spila með uppsafnaða reiði í sér hefði neikvæðari áhrif á heildar frammistöðu sína. Jeminn, hvað ef allir hugsuðu svona? „Þetta er mjög erfitt stundum,“ sagði hinn 28 ára stórkylfingur aðspurður um hvernig sér tækist að tækla pirringinn, sem grípur alla kylfinga stundum út á velli vegna misheppnaðra högga. „Sumu fólki tekst að hafa stjórn á sér. Sumir þurfa að tjá reiði sína einhvern veginn. Ég verð að koma þessu út til þess að geta haldið áfram,“ sagði Schwartzel í viðtali Lesa meira
Jason Dufner hjá Howard Stern
Þekkt er að Jason Dufner og Keegan Bradley hafa verið að keppa hvor við annan a.m.k. frá því Bradley vann Dufner í PGA Championship mótinu 2011. Þeir tveir eiga m.a. í góðlátlegu „twitter stríði.“ Nú getur Dufner stært sig af því að hafa komið fram í uppáhaldssjónvarpsþætti Bradley: The Howard Stern Show, sem margir Íslendingar kannast við, sem búsettir eru/hafa verið í Bandaríkjunum. Þátturinn hefir alla tíð verið umdeildur vegna þess hversu klúr og berorður Howard Stern er við gesti sína. Eins telur Stern ekki eftir sér að leggja algerar bullspurningar fyrir þá sem koma í þáttinn til hans. Því lék mörgum forvitni á hvernig hinum góðlátlega Dufner myndi vegna Lesa meira
GHG: Ragnhildur og Jón Andri sigruðu í Opna Kjörísmótinu – Davíð fór holu í höggi!
Sunnudaginn 11. ágúst s.l. fór fram Opna Kjörís mótið á Gufudalsvelli í Hveragerði. Þetta var 11. árið sem Kjörís stóð fyrir mótinu en það hefir verið mjög vel sótt undanfarin ár. Mótið var með Texas scramble fyrirkomulagi. Hámarksforgjöf var 24 fyrir karla og 28 fyrir konur en keppendur fengu samanlagða vallarforgjöf deilt með fimm. Verðlaunin voru gjafabréf sem eru eftirfarandi (tvö af hverju, að sjálfsögðu) : 1. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 25.000.- á mann 2. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 20.000.- á mann 3. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 15.000.- á mann 4. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 10.000.- Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ben Hogan ———- 13. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma, Ben Hogan. Ben var fæddur 13. ágúst 1912 og hefði átt 101 árs afmæli í dag. Ben Hogan dó 25. júlí 1997, 84 ára eða á 85. aldursári. Ben Hogan gerðist atvinnumaður 1930 og hætti keppni 1971 eftir 41 árs farsælan feril. Hann var einkum þekktur fyrir fallega golfsveiflu sína. Ben Hogan sigraði 68 sinnum á atvinnumannsferli sínum þar af 64 sinnum á PGA Tour og situr í 4. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð. Hogan vann 9 risamótstitla á ferli sínum. Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1974. Hann vann auk þess til allra helstu verðlauna og viðurkenninga Lesa meira
GA: Linda Hrönn og Valdimar Bautameistarar
Sunnudaginn 11. ágúst fór fram hið árlega Bautamót á Akureyri. Ræst var út af 1. og 10. teig frá 8:00 til 10:20, en alls voru 56 kylfingar skráðir til leiks. Mótið gekk hratt og vel fyrir sig, en frekar napurt var í morgun en það hlýnaði með deginum. Að móti loknu bauð Bautinn svo þátttakendum upp á flott hlaðborð með allskonar tertum og réttum. Úrslit mótsins voru eftirfarandi: 1. sæti með forgjöf – Valdimar Freysson – 39 punktar – Bautameistari 2013 2. sæti með forgjöf – Auðunn Aðalsteinn – 37 punktar 3. sæti með forgjöf – Allan Hwee Peng – 36 punktar 1. sæti án forgjafar – Fylkir Þór Guðmundsson – Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (6): 3:3
Nú um síðastliðna helgi fór fram 6. stigamót Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmótið í höggleik hjá unglingunum. Tveir klúbbar tóku saman alla Íslandsmeistaratitlana: Golfklúbburinn Hamar á Dalvík og Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði! Dalvíkingar tóku alla Íslandsmeistaratitlana í yngri flokkunum þ.e. í flokki 14 ára og yngri bæði hjá stelpum og strákum og ekki nóg með það heldur eru þau Ólöf María Einarsdóttir GHD og Arnór Snær Guðmundsson GHD bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar þ.e. líka Íslandsmeistarar í holukeppni. Birta Dís Jónsdóttir, GHD, var síðan þriðji Dalvíkingurinn í mótinu til þess að verða Íslandsmeistari eftir æsispennandi umspil við Ragnhildi Kristinsdóttur í GR. Í eldri flokkunum, flokki 17-18 ára pilta og stúlkna urðu þau Ísak Jasonarson, GK og Lesa meira
GKB: Guðmundur fór holu í höggi!
Guðmundur Ásgeirsson var að vonum kátur er hann fór holu í höggi á 12. braut Kiðjabergsvallar 6. ágúst. Guðmundur er félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs og einnig í GR. Þetta er í fyrsta skipti sem hann nær draumahöggi allra kylfinga, en þess má geta að hann hefur stundað golf í 13 ár. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem einhver fer holu í höggi á Kiðjabergsvelli. Í hin skiptin voru það konur; Emilía Sjöfn Kristinsdóttir og Kristjana Sigrún Bjarnadóttir. Golf 1 óskar Guðmundi til hamingju með að vera kominn inn í Einherjaklúbbinn. Það var Jónína Magnúsdóttir (Ninný) sem tók myndina af Guðmundi sem hér fylgir með. Texti: GKB
GA: Jason og Brynja sigruðu í Hjóna- og paramóti GA, Lostætis og Islandía Hótels Núpa
Í gær lauk Hjóna- og Parakeppni GA, Lostætis og Islandía Hótels Núpa en þetta var í sjöunda sinn sem mótið var haldið. Alls tóku 172 kylfingar þátt, þ.e. 86 pör. Í mótinu voru leiknir tveir hringir, og var leikið betri bolta fyrri daginn og Greensome seinni daginn. Veðrið var nokkuð gott á meðan mótinu stóð, en það var lítill vindur alla helgina og skýjað. Í gærkvöldi var svo haldið lokahóf og þar bauð Lostæti þátttakendum upp á glæsileg kvöldverð. Glæsileg verðlaun voru í boði. Sigurvegararnir hlutu að launum ferð fyrir 2 til Ameríku með Icelandair, glæsilegar hótelgistingar voru í boði ásamt fjölda annarra verðlauna. Vill Golfklúbburinn þakka öllum þeim sem styrktu Lesa meira
Golfútbúnaður: Mizuno JPX EZ
Í síðustu viku sendi Mizuno frá sér upplýsingar um nýju MP-4 and MP-54 járnin , sem fara á markað síðar á þessu ári. Í dag birtir Mizuno fyrstu myndir af nýjustu gerð JPX kylfa, þ.e. JPX EZ, en í línunni eru m.a. járn, blendingar, brautartré og dræver. Mizuno lýsir nýju kylfunum í JPX EZ línunni, þannig að þær „verðlauni áhættu“ og segja að „líkur viðkomandi kylfings á árangri hafi snarbatnað“ bara við það eitt að velja kylfurnar. Nýja JPX EZ línan leysir af hólmi JPX-825, sem Mizuno setti á markað 2012. Sérfræðingar hrifust mjög af Mizuno JPX-825 Pro járnunum, og bíða spenntir eftir nýju EZ járnunum. Ekkert er gefið upp um hvenær nákvæmlega Lesa meira
GKB: Kristjana náði draumahögginu!
Föstudaginn 2.. ágúst fór Kristjana Sigrún Bjarnadóttir, félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs, holu í höggi á 3. braut Kiðjabergsvallar. Notaði hún Hybrid kylfu og boltinn flaug lágt og rúllaði síðan beinustu leið í holu. Þar sem ekki er sjánalegt á flöt frá teig þá hafði hún ekki hugmynd um hvar boltinn endaði. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, var staddur við 3.flötina og var vitni af því þegar boltinn fór í holu og lét vel í sér heyra með bílflautu, Kristjönu til mikillar gleði ásamt hennar meðspilurum. Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær þessum áfanga og hefur hún nú verið skráð í Einherjaklúbbinn. Þetta er í annað sinn sem kona nær Lesa meira









