Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 21:57

GKB: Kristjana náði draumahögginu!

Föstudaginn 2.. ágúst fór Kristjana Sigrún Bjarnadóttir, félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs, holu í höggi á 3. braut Kiðjabergsvallar.

Notaði hún Hybrid kylfu og boltinn flaug lágt og rúllaði síðan beinustu leið í holu.

Þar sem ekki er sjánalegt á flöt frá teig þá hafði hún ekki hugmynd um hvar boltinn endaði.

Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, var staddur við 3.flötina og var vitni af því þegar boltinn fór í holu og lét vel í sér heyra með bílflautu,  Kristjönu til mikillar gleði ásamt hennar meðspilurum.

Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær þessum áfanga og hefur hún nú verið skráð í Einherjaklúbbinn.

Þetta er í annað sinn sem kona nær því í sumar að fara holu í höggi á 3. braut vallarins, en í júní náði Emilía Sjöfn Kristinsdóttir draumahögginu á sama stað.

Golf 1 óskar þeim Kristjönu Sigrúnu og Emilönu Sjöfn innilega til hamingju með draumahöggin!!!

Texti og mynd: GKB