
GKB: Kristjana náði draumahögginu!
Föstudaginn 2.. ágúst fór Kristjana Sigrún Bjarnadóttir, félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs, holu í höggi á 3. braut Kiðjabergsvallar.
Notaði hún Hybrid kylfu og boltinn flaug lágt og rúllaði síðan beinustu leið í holu.
Þar sem ekki er sjánalegt á flöt frá teig þá hafði hún ekki hugmynd um hvar boltinn endaði.
Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, var staddur við 3.flötina og var vitni af því þegar boltinn fór í holu og lét vel í sér heyra með bílflautu, Kristjönu til mikillar gleði ásamt hennar meðspilurum.
Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær þessum áfanga og hefur hún nú verið skráð í Einherjaklúbbinn.
Þetta er í annað sinn sem kona nær því í sumar að fara holu í höggi á 3. braut vallarins, en í júní náði Emilía Sjöfn Kristinsdóttir draumahögginu á sama stað.
Golf 1 óskar þeim Kristjönu Sigrúnu og Emilönu Sjöfn innilega til hamingju með draumahöggin!!!
Texti og mynd: GKB
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024