
GKB: Kristjana náði draumahögginu!
Föstudaginn 2.. ágúst fór Kristjana Sigrún Bjarnadóttir, félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs, holu í höggi á 3. braut Kiðjabergsvallar.
Notaði hún Hybrid kylfu og boltinn flaug lágt og rúllaði síðan beinustu leið í holu.
Þar sem ekki er sjánalegt á flöt frá teig þá hafði hún ekki hugmynd um hvar boltinn endaði.
Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB, var staddur við 3.flötina og var vitni af því þegar boltinn fór í holu og lét vel í sér heyra með bílflautu, Kristjönu til mikillar gleði ásamt hennar meðspilurum.
Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær þessum áfanga og hefur hún nú verið skráð í Einherjaklúbbinn.
Þetta er í annað sinn sem kona nær því í sumar að fara holu í höggi á 3. braut vallarins, en í júní náði Emilía Sjöfn Kristinsdóttir draumahögginu á sama stað.
Golf 1 óskar þeim Kristjönu Sigrúnu og Emilönu Sjöfn innilega til hamingju með draumahöggin!!!
Texti og mynd: GKB
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022