
Íslandsbankamótaröðin (6): 3:3
Nú um síðastliðna helgi fór fram 6. stigamót Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmótið í höggleik hjá unglingunum.
Tveir klúbbar tóku saman alla Íslandsmeistaratitlana: Golfklúbburinn Hamar á Dalvík og Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði!
Dalvíkingar tóku alla Íslandsmeistaratitlana í yngri flokkunum þ.e. í flokki 14 ára og yngri bæði hjá stelpum og strákum og ekki nóg með það heldur eru þau Ólöf María Einarsdóttir GHD og Arnór Snær Guðmundsson GHD bæði tvöfaldir Íslandsmeistarar þ.e. líka Íslandsmeistarar í holukeppni.
Birta Dís Jónsdóttir, GHD, var síðan þriðji Dalvíkingurinn í mótinu til þess að verða Íslandsmeistari eftir æsispennandi umspil við Ragnhildi Kristinsdóttur í GR.
Í eldri flokkunum, flokki 17-18 ára pilta og stúlkna urðu þau Ísak Jasonarson, GK og Anna Sólveig Snorradóttir, GK Íslandsmeistarar og þriðji Keilismaðurinn Henning Darri Þórðarson var auk þess að verða Íslandsmeistari í drengjaflokki á besta skorinu í mótinu 5 undir pari!
Glæsileg frammistaða þetta hjá krökkunum í GHD og GK – Þrír Íslandsmeistaratitlar á klúbb – Staðan 3:3!!!
Ef hins vegar er litið á hvaðan verðlaunaunglingarnir komu, sem lentu í 3 efstu sætunum þá sést að öll verðlaun fyrir 3 efstu sætin skiptast milli 5 klúbba:
Golfklúbburinn Keilir 5 vinningar, Golfklúbbur Reykjavíkur 5 vinningar, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4 vinningar, Golfklúbburinn Hamar Dalvík, 3 vinningar og Golfklúbbur Suðurnesja 1 vinningur.
Þátttakendur í mótinu voru 137 (þ.e. aðeins taldir þeir sem luku keppni) – þar af 98 karlkylfingar og 39 kvenkylfingar.
Keppendur komu úr 13 klúbbum (af 65 á landinu, sem sýnir að víða mætti hlúa betur að barna- og unglingastarfinu í golfinu). Það er engin tilviljun að Íslandsmeistararnir 6 komi allir úr GHD og GK, en þar er og hefir barna- og unglingastarfið verið framúrskarandi.
Keppendurnir 137 á Íslandsmótinu í höggleik unglinga komu annars úr eftirfarandi 13 klúbbum:
GA (6 keppendur); GHD (4 keppendur – þar af urðu 3 Íslandsmeistarar); GHG (3 keppendur); GK (24 keppendur); GKG (27); GKJ (12 keppendur); GL (4 keppendur); GO (6 keppendur); GÓ (1 keppandi); GOS (2 keppendur); GR (32 keppendur); GS (9 keppendur); GSS (3 keppendur); NK (4 keppendur).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024