Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2013 | 07:00

Golfútbúnaður: Mizuno JPX EZ

Í síðustu viku sendi Mizuno frá sér upplýsingar um nýju  MP-4 and MP-54 járnin , sem fara á markað síðar á þessu ári.

Í dag birtir Mizuno fyrstu myndir af nýjustu gerð JPX kylfa, þ.e. JPX EZ, en í línunni eru m.a. járn, blendingar, brautartré og dræver.

Mizuno lýsir nýju kylfunum í JPX EZ línunni, þannig að þær „verðlauni áhættu“ og segja að „líkur viðkomandi kylfings á árangri hafi snarbatnað“ bara við það eitt að velja kylfurnar.

Nýja JPX EZ línan leysir af hólmi JPX-825, sem Mizuno setti á markað 2012.

Sérfræðingar hrifust mjög af Mizuno JPX-825 Pro járnunum, og bíða spenntir eftir nýju EZ járnunum.

Ekkert er gefið upp um hvenær nákvæmlega Mizuno JPX EZ kylfurnar koma á markað né hvert verð þeirra verður.