Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2013 | 07:00

Jason Dufner hjá Howard Stern

Þekkt er að Jason Dufner og Keegan Bradley hafa verið að keppa hvor við annan a.m.k. frá því Bradley vann Dufner í PGA Championship mótinu 2011. Þeir tveir eiga m.a. í góðlátlegu „twitter stríði.“

Nú getur Dufner stært sig af því að hafa komið fram í uppáhaldssjónvarpsþætti Bradley: The Howard Stern Show, sem margir Íslendingar kannast við, sem búsettir eru/hafa verið í Bandaríkjunum.

Þátturinn hefir alla tíð verið umdeildur vegna þess hversu klúr og berorður Howard Stern er við gesti sína. Eins telur Stern ekki eftir sér að leggja algerar bullspurningar fyrir þá sem koma í þáttinn til hans.

Því lék mörgum forvitni á hvernig hinum góðlátlega Dufner myndi vegna hjá Stern.

Hér er smá myndskeið frá þættinum þar sem þeir ræða m.a. um það þegar áhorfendur æpa eftir högg t.a.m. „Baba Booey“ og hvort Dufner hafi áhyggjur af því? Eins spyr Stern, Dufner týpískrar „Stern-spurningar“ þ.e. hvort Dufner sé illa við einhvern á Túrnum og ef svo er hver það sé?  Dufner svarar bara hreinskilningslega: Rory Sabbatini. Sjáið myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Rory Sabbatini er ekki í uppáhaldi hjá Dufner og hann segir að Sabbatini sé ekkert hátt skrifaður hjá fleirum á Túrnum en sér

Rory Sabbatini er ekki í uppáhaldi hjá Dufner og hann segir að Sabbatini sé ekkert hátt skrifaður hjá fleirum á Túrnum en sér

Ýmislegt fleira kom fram í þessu 30 mínútna viðtali Stern við Dufner; m.a. sagði Dufner frá því að í Wanamaker bikarinn pössuðu 43 bjórar, hann viðurkenndi að hafa gripið um rassinn á konu sinni eftir sigurinn á PGA Championship, en það náðist á mynd af glöggum ljósmyndurum og Stern varð auðvitað að spyrja Dufner út í það. Mikið hefir verið gert úr þessu „rass-gripi“ Dufner s.s. fréttamönnum vestra er einum lagið.

Dufner viðurkenndi að hafa gripið um afturenda konu sinnar.

Grípum niður í viðtalið (Robin er hjálparkokkur Stern): 

–Stern: „Það eru golf grúpíur þarna, er það ekki?“

–Dufner: „Ó jú.“

–Stern: ~„Þegar þú kemur af vellinum þá er þarna allt krökkt af flottum píum,“

–Dufner: „Jú, þetta er bara eins og í hverri annarri íþrótt. En ég held mig frá þessu. Ég er kvæntur.“

–Robin: „Jú, ég var einmitt að fara að segja það, hann er kvæntur. Og þeir voru með einhver komment um „faðmlagið“ sem þú gafst konu þinni.“

–Dufner: „Jú, ég greip í bossann á henni .“

–Stern: „Sjáið þið, maður tapar hvernig sem á það er litið. Ef maður fílar konuna sína og grípur í bossann á henni, þá lendir maður líka í vandræðum“

–Dufner: „Jamm.“

–Stern: „Og ef maður fílar konuna sína ekki og heldur framhjá henni þá er maður líka í vandræðum.“

Dufner grípur um afturenda eiginkonu sinnar Amöndu

Dufner grípur um afturenda eiginkonu sinnar Amöndu

Varðandi það að vinna fyrsta risatitilinn

–Robin Quivers: „Hvað finnst þér um þá gæja sem hafa verið lengi á túrnum en hafa aldrei unnið risamót?“

–Stern: „Til fjandans með þá. Hverjum er ekki sama?“

–Dufner: „Eins og Howard sagði. Hvað sagðirðu annars Howard?“

–Stern: „Til fjandans með þá! Þetta er ekki þitt vandamál! Þú verður bara að hugsa um þig.“

  

Charlie Rose og Norah O'Donnell  „dufnerrast" í CBS This Morning þættinum ásamt Dufner. Mynd: CBS

Charlie Rose og Norah O’Donnell „dufnerrast“ í CBS This Morning þættinum ásamt Dufner. Mynd: CBS

Auðvitað bar „vininn“ Bradley upp í viðtali Stern við Dufner: 

Um Keegan Bradley

–Dufner: „Keegan er mjög hjátrúarfullur. Hann tekur af sér húfuna í hvert skipti sem hann missir af pútti og klórar sér í höfðinu.“

–Stern: „Bendir þú honum nokkru sinni á það?“

–Dufner: „Jú, ég er alltaf að stríða honum á því.“

–Stern: „Heldurðu að hann sé með áráttu-þráhyggju röskun? Er það það sem er að honum?“

-Dufner: „Gæti verið.“

 

Um Tiger Woods

–Stern: (Í miðri umræðu um framhjáhaldsskandal Tiger í viðtalinu við Dufner, en það efni hefir ekki svo sjaldan borið upp í þáttum Stern) „Mér finnst bara að hann ætti að hverfa aftur til þess sem hann var að gera – þ.e. vera með fullt af konum og allt það.“

Dufner: „En hann er að spila svo vel í ár. Ég held að þegar hann kemst yfir þennan hjalla að sigra aftur á risamóti þá mun hann aftur fara að vinna fullt af risamótum.

 

Varðandi þrautagönguna að komast á toppinn

–Stern: „Sagði þjálfari nokkru sinni við þig: „Það er frábært að þú ert í liðinu og allt það. En ekki gerast atvinnumaður. Það eyðileggur allt þitt líf og það mun verða erfitt.“

Dufner: „Já það voru nokkrir þannig. Ég man að í menntaskóla var þegar spurt: „Hvað ætlar þú að gera í framtíðinni? Og ég svaraði: „Gerast atvinnumaður.“ Þá sagði fólk: „Ó nei ekki gera það. Það er draumur í dós. Þú ert klikkaður.“

Að lokum smá um Amöndu:

–Stern: „Hvernig kynntistu konu þinni?“

–Dufner: „Gegnum sameiginlega vini.“

–Stern: „„Af því að allir eru að segja að hún sé allt of  svöl fyrir þig.“

–Dufner: „Hún er það líklega. En af hverju ætti ég ekki að hafa kynnst henni?“

–Stern: „Hey, það er fínt. Þú getur sagt mér frá því líka.“

Heimild: Golf Digest