Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2013 | 11:00

GKB: Guðmundur fór holu í höggi!

Guðmundur Ásgeirsson var að vonum kátur er hann fór holu í höggi á 12. braut Kiðjabergsvallar 6. ágúst.
Guðmundur er  félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs og einnig í GR. Þetta er í fyrsta skipti sem hann nær draumahöggi allra kylfinga, en þess má geta að hann hefur stundað golf í 13 ár.
Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem einhver fer holu í höggi á Kiðjabergsvelli. Í hin skiptin voru það konur; Emilía Sjöfn Kristinsdóttir og Kristjana Sigrún Bjarnadóttir.
Golf 1 óskar Guðmundi til hamingju með að vera kominn inn í Einherjaklúbbinn.
Það var Jónína Magnúsdóttir (Ninný) sem tók myndina af Guðmundi sem hér fylgir með.
Texti: GKB