Jón Andri er uppáhaldskylfingur Ragnhildar 🙂
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2013 | 18:45

GHG: Ragnhildur og Jón Andri sigruðu í Opna Kjörísmótinu – Davíð fór holu í höggi!

Sunnudaginn 11. ágúst s.l. fór fram Opna Kjörís mótið á Gufudalsvelli í Hveragerði.

Þetta var 11. árið sem Kjörís stóð fyrir mótinu en það hefir verið mjög vel sótt undanfarin ár. Mótið var með Texas scramble fyrirkomulagi.

Hámarksforgjöf var 24 fyrir karla og 28 fyrir konur en keppendur fengu samanlagða vallarforgjöf deilt með fimm.

Verðlaunin voru gjafabréf sem eru eftirfarandi (tvö af hverju, að sjálfsögðu) :
1. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 25.000.- á mann
2. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 20.000.- á mann
3. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 15.000.- á mann
4. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 10.000.- á mann
5. sæti: Vöruúttekt í Hole in one fyrir kr. 8.000.- á mann
Auk þess fylgdu ísverðlaun öllum vinningum.

Verðlaun fyrir að vera næstur 7./16. holu og 9./18. holu var ísveisla
Fyrir lengsta teighöggið  á 2. braut var einnig ísveisla í verðlaun.

Auk þess fengu allir keppendur íspinna í lok móts.

Úrslit voru eftirfarandi: 

Sæti Lið Forgjöf liðs Liðsmenn Klúbb Skor nettó
1 Liverpool 0 Jón Andri Finnsson GR 5.2 62 62
Ragnhildur Sigurðardóttir GR 2.1
2 blautarnir 2 Helgi Héðinsson GH 7.4 65 63
Einar Gestur Jónasson GOB 7.8
3 Strumpar 1 Þorsteinn Ingi Ómarsson GHG 5.2 65 64
Birgir Rúnar Steinarsson Busk GHG 6.2
4 Úrvalslidid 2 Pétur Freyr Pétursson GKB 1.6 66 64
Ómar Gunnar Ómarsson GH 17.3
5 Poolarar 2 Auðunn Elvar Auðunsson GHG 8.0 67 65
Hilmir Guðlaugsson GHG 9.1

Nándarverðlaun á 7/16 Davíð Gunnlaugsson GKJ  0cm (Hola í höggi) –

Golf 1 óskar Davíð innilega til hamingju með draumahöggið!!!
Nándarverðlaun á 9/18 Hilmir Guðlaugsson GHG 55cm
Lengsta teighögg á 2/11 Heiða Guðnadóttir GKJ