
Schwartzel sér eftir að brjóta kylfu
Charl Schwartzel sér eftir að brjóta kylfu eftir að hann sló slæmt högg á Opna breska risamótinu í síðasta mánuði, en hann sagði í nýlegu viðtali nú að það að spila með uppsafnaða reiði í sér hefði neikvæðari áhrif á heildar frammistöðu sína. Jeminn, hvað ef allir hugsuðu svona?

Schwartzel gengur frá staðnum þar sem hann braut 8-járnið. Kylfuberinn heldur á kylfubrotinu. Æ, ömurlegt að sjá þetta!
„Þetta er mjög erfitt stundum,“ sagði hinn 28 ára stórkylfingur aðspurður um hvernig sér tækist að tækla pirringinn, sem grípur alla kylfinga stundum út á velli vegna misheppnaðra högga.
„Sumu fólki tekst að hafa stjórn á sér. Sumir þurfa að tjá reiði sína einhvern veginn. Ég verð að koma þessu út til þess að geta haldið áfram,“ sagði Schwartzel í viðtali þar sem m.a. kom fram að hann myndi reyna að verja tiitl sinn í Thailand Golf Championship, sem fram fer 12.-15. desember.
„Ég get bara ekki haldið þessu uppsöfnuðu í mér. Það hefir meiri áhrif á leik minn heldur en ef ég tjái mig um slæmt högg eða hvernig s.s. höggið er.“
Á Muirfield í sumar urðu allir vitni að reiði Suður-Afríkumannsins þegar hann braut 8-járn eftir misheppnað aðhögg úr djúpum karga.
„Augljósleg er ég ekkert stoltur af þessu,“ bætti Schwartzel við. „Þetta var bara í því augnabliki þegar stressið var sem mest. Þetta var jafnvel ekkert svo slæmt högg. Ég ætlaði mér ekkert að brjóta kylfuna. Jörðin var bara svo hörð og kylfan brotnaði bara á einhverju veiku horni. Ég er ekkert stoltur af því en a.m.k. á næsta degi kom ég tilbaka og spilaði goltt golf,“ sagði Schwartzel sem var meðal efstu 15 á Opna breska risamótinu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024