Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 12:30

Laura Davies fékk PING gullpútter!

Golfdrottningin enska Laura Davies , 49 ára, fékk afhentan gullpútter frá PING, en PING er í eigu Carsten Solheim fjölskyldunnar, sem stendur fyrir Solheim bikars mótinu.

Laura hefir tekið þátt í öllum 12 Solheim Cup mótum frá upphafi (1990-2011) að undanskildu þessu 13. Solheim Cup móti, nú í Parker, Colorado, en val hennar var undir fyrirliðanum Liselotte Neumann komið og Lotta valdi hana ekki í liðið.

„Það hafa verið frábærir hringir í (Solheim Cup) keppninni sem Laura hefir átt og jafnvel þó hún sé ekki að spila núna þá gæti vel verið að ég yrði að smíða annan gullpútter fyrir hana þegar hún keppir í mótinu í 13. sinn,“ sagði John A. Solheim, sem afhenti Lauru gullpútterinn.

Laura sagðist vonast til þess að spila í 13. sinn í Solheim Cup, þegar mótið fer fram á vell St. Leon-Rot í Þýskalandi eftir 2 ár.

„Ég elska að spila í Þýskalandi og Solheim Cup 2015 er einmitt þar, þannig að ég hef 2 ár til þess að komast,“ sagði Laura. „Ef ég verð ekki valin þá er augljóst að ég verð að eiga 2 góð ár til þess að komast í liðið. Maður getur séð hvernig þær skemmta sér; þær skemmta sér og ég veit hvað gerist í búningsherberginu og sakna þess.“

„Ég vil þakka John (Solheim) og allri Solheim fjölskyldunni sem hafði þá framsýni 1990 og jafnvel fyrir þann tíma seint á 8. áratugnum að gefa okkur tækifæri á að sýna hversu góðar við erum og gefa okkur, okkar útgáfu af Ryder Cup. Keppnin varð fljótlega eins góð og Ryder Cup og alveg jafn spennandi. Hver og einn einasti leikmaður er að spila svo vel í vikunni. Ég er að lýsa í fréttamannaherberginu og þetta er ótrúlegt golf.“