Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 12:45

Solheim Cup: Pettersen gömul?

Fyrir Solheim Cup mótið voru haldnir ýmsir blaðamannafundir með leikmönnum og hér má sjá einn af þeim skemmtilegri.

Hér má sjá fundinn með Suzann Pettersen, Charley Hull og Carlotu Ciganda.

Í myndskeiðinu hér fyrir neðan fjallar Pettersen sem búin er að taka þátt í 7 Solheim Cup mótum um að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað, mikið af nýjum ungum kylfingum séu að koma fram og Charley Hull sé m.a. framtíðin í evrópsku kvennagolfi.

Aðspurð hvað hún hefði verið að gera þegar hún var á aldur við Charley (þ.e. 17 ára), svaraði Suzann svo að hún hefði verið í skóla jafnvel þó það liti ekki út fyrir það…. sem aftur vakti bros og hlátur félaga hennar Carlotu og Charley og blaðamannanna.

Einn blaðamanna spurði þá Hull að því í hversu mörgum Solheim Cup keppnum Charley yrði að spila í til þess draga þessi orð Suzann Pettersen í efa?

Charley svaraði ansi vel – tók dónann ekki á orðinu en sagði gott að vera með Suzann í liði hún hefði svo mikla reynslu og svo væri hún bara alls ekki gömul…. sem vakti hlátur viðstaddra og …. Suzann þakkaði fyrir sig…. og Charley var fljót að bæta við að hún hefði sko meint þetta á góðan hátt… og allir farnir að hlægja, líka Suzann.

Einn blaðamaðurinn minnti þá Charley á þá staðreynd að hún hefði aðeins verið 3 ára þegar Suzann spilaði í fyrsta Solheim Cup móti sínu …en Suzann sagði þá: „Vá, kærar þakkir mér finnst ég virkilega vera miklu yngri núna!“  Blaðamaðurinn bað Charley að lýsa því hvernig hún hefði fylgst með Suzann. Charley hló sig í gegnum spurninguna sagðist hafa fylgst með Suzann í síðasta Solheim Cup, þegar hún var bara í Solheim Junior Cup og síðan hefði hún alltaf dáðst að Lauru Davies, Catrionu Matthews og Suzann og það væri skrítið að vera núna í liði með 2 þeirra – hún hefði ekki átt von á því svona snemma og lauk orðum sínum á: „Vá, var ég aðeins 3 ára?“

Þess mætti geta að Suzann varð 32 ára á árinu (fædd 7. apríl 1981) en Charley er aðeins 17 ára (fædd 24. mars 1996) – 15 ára aldursmunur á þeim stöllum og gæti Suzann því næstum verið móðir Charley. En hér eru tveir hrútar á ferð (fyrir þá sem eru inni í stjörnuspám – og greinilegt að þeim kemur vel saman og skemmta sér eins og hrútum einum er lagið!!!)

Lítið fór fyrir Carlotu (f. 1. júní 1990 = 23 ára tvíbura), sem bara sat og skemmti sér yfir liðsfélögum sínum. Enskan virtist henni ekki eins töm og hjá Charley og Suzann. Þetta virtist svolítð æft hjá henni en Carlota sagðist hlakka til að spila (en viðtalið var tekið fyrir mótið) og væri í raun heppin að vera í liðinu.

Gaman að sjá að þessir 3 liðsmenn Evrópu eru í opnum og skemmtilegum stjörnumerkjum og þeim kemur örugglega vel saman og spila þ.a.l. líka vel saman!

Hér má sjá myndskeið frá blaðamannafundinum SMELLIÐ HÉR: