
Dustin Johnson trúlofaður Pauline Gretzky
PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson og Paulina Gretzky hafa tilkynnt á samskiptamiðlinum Twitter að þau séu trúlofuð.
Dustin tvítaði í gær „hún sagði já!!!“ og lét fylgja með mynd sem sjá má hér að neðan af stórum demantshring á fingri Pauline.
Pauline er dóttir íshokkístjörnunnar Wayne Gretzky.
Fyrst var farið að tala um samband Dustin og Pauline þegar sást til hennar á Kapalua í Hawaii, þar sem hún var að fylgjast með Dustin sínum sigra Tournament of Champions. Foreldrar Pauline, Gretzky og Janet ,kona hans, komu síðan og voru með dóttur sinni að fylgjast með tilvonandi tengdasyni á Sony Open í vikunni þar á eftir.
Dustin Johnson og Wayne Gretzky eru ágætis vinir fyrir utan að verða nú í framtíðinni fjölskylda en þeir tveir voru m.a. félagar Pebble Beach National Pro-Am.
Dustin Johnson, sem er 29 ára, hefir þegar unnið 7 sinnum á 6 árum sínum á PGA Tour.

Þessa mynd tvítaði Dustin Johnson af þeim Pauline fyrir viku síðan og sagði textinn „At the Burger Barn w. my baby“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024