Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2013 | 12:15

Solheim Cup: Nordqvist með ás!

Í gær fór Anna Nordqvist holu í höggi á Solheim Cup, en hún var þá að spila með félaga sínum og löndu Caroline Hedwall, í fjórmenningi laugardagsmorgunsins.

Ásinn kom á 17. holu Colorado vallar. Anna sagði m.a. í  viðtalinu eftir hringinn (sem sjá má hér fyrir neðan) að þetta væri eflaust einn af hápunktum ferils síns, það væri sjaldgæft að fara holu í höggi í mótum, hvað þá stórmótum á við Solheim Cup.

Sjá má draumahögg Önnu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má viðtal við Önnu eftir draumahöggið þ.e. eftir sigurhring þeirra Hedwall í gær með því að SMELLA HÉR: