Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 22:00

GSÍ Sveitakeppni eldri kylfinga 2013: GK og GR leika til úrslita í 1. flokki kvenna

Í dag var leikinn 2. umferð í Sveitakeppni GSÍ 1. deild eldri kylfinga (kvenna) á Jaðarsvelli.

Leikir dagsins fóru á eftirfarandi hátt:

1. GR-GKJ 2,5-0,5

Þær Guðrún Garðars og Margrét Geirsdóttir, í sveit GR unnu þær Margréti Óskarsdóttur og Elínu Rósu Guðmundsdóttur, í sveit GKJ, 3&2, í fjórmenningsleiknum.  Ásgerður Sverrisdóttir, GR vann yfirburðasigur á Þuríði Pétursdóttur, GKJ 8&7; en þær Stefanía Margrét Jónsdóttir, GR og Rut M. Héðinsdóttir, GKJ skyldu jafnar.

2. GK-NK 2-1

Það voru Kristín Sigurbergsdóttir og Helga Gunnarsdóttir, í sveit GK sem unnu þær Jórunni Þóru Sigurðardóttur og Oddnýju Rósu Halldórsdóttur, í sveit NK, 5&3 í fjórmenningi.  Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK vann Þyrí Valdimarsdóttur, NK 3&2 í tvímenningi og eins en Sigrún M. Ragnarsdóttir, GK, Íslandsmeistari í höggeik eldri kvenna 70+ laut í lægra haldi fyrir Ágústu Dúu Jónsdóttur, NK, 2&1.

3. GS-GKB 2,5-0,5

Hafdís Ævarsdóttir og Helga Jónsdóttir, í sveit GS unnu þær Regínu Sveinsdóttur og Guðnýju Kristínu S Tómasdóttur, í sveit GKB sannfærandi 7&5. Magdalena Sirrý Þórisdóttir, GS vann Unni Sæmundsdóttur, GKB í tvímenningnum, naumlega 1&0. Síðan var allt jafnt í leik Elínu Gunnarsdóttur, GS og Brynhildar Sigursteinsdóttur, GKB.

4. GKG-GA 2,5-0,5

Í fjórmenningsleik GKG og GA höfðu þær Áslaug Sigurðardóttir og Jónína Pálsdóttir í sveit GKG betur gegn þeim Höllu Sif Svavarsdóttur og Jakobínu Reynisdóttur, í sveit GA, 5&4. Í tvímenningnum vann María Guðnadóttir, GKG, Þórunni Önnu Haraldsdóttur, stórt 7&5 en þær Bergljót Kristinsdóttir, GKG og Guðný Óskarsdóttir, GA skyldu jafnar.

Eftirfarandi leikir verða leiknir á morgun: 

1. Úrslitaleikur GR-GK um 1. sætið

2. Leikur NK-GKJ um 3. sætið

3. Leikur  GKG -GS  um 5. sætið

4. Leikur GKB-GA um 7. sætið