
Sveitakeppni GSÍ 2013: Þrír Íslandsmeistaratitlar í unglingaflokki til GK!
Golfklúbbur Keilir varð í dag klúbbameistari í þremur flokkum af fjórum í sveitakeppni unglinga. Keilir sigraði í fokkum Pilta og Stúlkna 18 ára og yngri og Telpnaflokki 15 ára og yngri, Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í flokki Drengja 15 ára og yngri.
Hægt er að sjá lokastöðuna í öllum deildum á „Sveitakeppnissíðunum GSÍ“ hér að neðan:
Uppfært: Strákar 15 ára og yngri, leikið er á Þverárvelli hjá Golklúbbnum Þverá, Hellishólum, staða og upplýsingar hér
Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í flokki drengja 15 ára og yngri, í öðru sæti vrð Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og í þriðja sæti varð Golfklúbburinn Keilir.
1. sæti GR
2. sæti GKG
3. sæti GK
Uppfært: Piltar 18 ára og yngri, leikið á Strandavelli hjá Golfklúbbi Hellu, staða og upplýsingar hér
Golfklúbburinn Keilir sigraði í flokki pilta 18 ára og yngri, í öðru sæti varð Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og i þriðja sæti Golfklúbbur Reykjavíkur.
1. sæti GK
2. sæti GKG
3. sæti GR
Telpur 15 ára og yngri, leikið á Selsvelli hjá Golfklúbbnum á Flúðum, staða og upplýsingar hér
Golfklúbburinn Keilir sigraði nokkuð örugglega í sveitakeppni telpna 15 ára og yngri með fjóra vinninga og 11 unna leiki. Í öðru sæti varð sameiginleg sveit frá GKj, GHG og GS með þrjá vinninga og sjö unna leiki. í þriðja sæti hafnaði Golfklúbbur Reykjavíkur með svo vinninga og sex unna leiki.
1. sæti GK
2. sæti GKj, GHG, GS
3. sæti GR
Stúlkur 18 ára og yngri, leikið á Selsvelli hjá Golfklúbbnum á Flúðum, staða og upplýsingar hér
Golfklúbburinn Keilir sigraði í flokki stúlkna 18 ára og yngri eftir mjög jafna keppni. Að lokinni riðlakeppninni var staðan sú að þrjár sveitir voru efstar og jafnar með þrjá vinninga og átta unna leiki. Grípa þurfti því til þriggja sveita bráðabana, þar sem hver sveit sendi eina fjórmenningssveit til leiks. Úrslit réðust á fyrstu holu bráðabanans þar sem Golfklúbburinn Keilir fékk fugl, Golfklúbbur Reykjavíkur fékk par og annað sætið og Golfklúbburinn Hamar Dalvík fékk skolla og þriðja sætið.
1. sæti GK
2. sæti GR
3. sæti GHD
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024