Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 23:59

PGA: Woodland og Kuchar efstir fyrir lokahring The Barclays

Það eru Gary Woodland og Matt Kuchar, sem eru efstir og jafnir á The Barclays.

Báðir eru þeir Woodland og Kuchar búnir að spila á 12 undir pari samtals, hvor, 201 höggi; Kuchar (66 65 70) og Woodland (69 64 68).

Í 3. sæti er Kevin Chappell aðeins 1 höggi á eftir á 11 undir pari, 202 höggum.

Í 4. sæti eru síðan Tiger Woods og Englendingurinn David Lynn á samtals 8 undir pari, hvor, 205 höggum.  Tiger er því 4 höggum á eftir forystunni og verður að skila lágu skori (eða eins og sagt er á ensku go low! á morgun).

Til þess að sjá stöðun eftir 3. dag á The Barclays SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á The Barclays SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags sem KJ Choi átti á The Barclays SMELLIÐ HÉR: