Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 20:45

Ólöf María með ás!!!

Klúbbmeistari GHD, og tvöfaldur Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 14 ára og yngri Ólöf María Einarsdóttir, fór holu í höggi í dag á Selsvelli þar sem hún keppir í flokki 15 ára og yngri telpna í sveitakeppni GSÍ og er eins og hennar er von og vísa að gera góða hluti.

Ólöf María við 1. holu Selsvallar í dag. Til hamingju!!!!

Ólöf María við 1. holu Selsvallar í dag. Til hamingju!!!!

„Ólöf María notaði 8-járn en boltinn fór hátt upp í vindinn til hægri, beygði inn á flöt og skoppaði tvisvar á flötinni áður en hún lenti í holu,“ skv. frétt á heimasíðu GF.

Fyrsta brautin á Selsvelli er um 109 metra að lengd af bláum teigum.

Skv. ofangreindri frétt segist Ólöf María ætla að gera það að fara holu í höggi að mánaðarlegum viðburði 🙂 en þetta er í 2. sinn í sumar sem Ólöf María slær draumahögg allra kylfinga, aðeins 14 ára!!!  Fyrra skiptið var einmitt í s.l. mánuði á heimavellinum, þ.e. 3.braut Arnarholtsvallar á Dalvík.

Golf 1 óskar Ólöfu Maríu innilega til hamingju með ásinn!!!