Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2013 | 22:00

Golfgrín á laugardegi

Nr. 1

Ég hef fundið upp nýjan golfbolta sem rúllar sjálfkrafa í holuna um leið og hann liggur í 4 cm fjarlægð frá henni. Varúð!!! Ekki geyma hann í rassvasanum!

Nr. 2

Eftir sveitakeppnina safnar fyrirlið golfsveitar eins golfklúbbsins saman sveitinni sinni og heldur stutt ávarp: „Fyrir sigri dugði það ekki til í þetta sinn, en við gleðjumst yfir því að engin hafi drukknað í vatnstorfærunni!

Nr. 3

Kvenkylfingur slær fullkomið teighögg beint út á braut. Þegar hún nálgast botann sinn þá kemur karlrembukylfingur af næstu braut og gerir sig líklegan til að slá boltann. „Afsakaðu,“ hrópar kvenkylfingurinn hneyksluð. „Þetta er boltinn minn.“ „Nei, ég á hann“ segir karlkylfingurinn. „Taktu þá bara upp boltann minn, því hann er merktur með nafninu mínu með nýja golfstimplinum, sem ég var að fá mér,“ segir kvenkylfingurinn. Karlrembukylfingurinn tekur upp boltann og horfir stuttlega á hann og segir síðan steinhissa við kvenkylfinginn:           „Hvernig í ósköpunum kemst nafnið þitt á boltann minn?“