Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2013 | 20:30

Evróputúrinn: Fleetwood sigraði í Skotlandi

Englendingurinn Tommy Fleetwood sigraði á Johnny Walker Championship, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum að þessu sinni og fór fram í Gleneagles í Skotlandi.

Þeir Fleetwood, Argentínumaðurinn Ricardo Gonzalez og heimamaðurinn Stephen Gallacher voru allir á sama skori að loknum hefðbundnum 72 holu leik.  Allir léku þeir á samtals 18 undir pari, 270 höggum; Fleetwood (68 65 67 70); Gonzalez (65 65 70 70) og Gallacher (71 68 64 67).

Það varð því að koma til umspils milli þeirra þriggja og þar sigraði Fleetwood á 1. holu umspils (18. holu Gleneagles) með fugli meðan hinir fengu par.

Tommy Fleetwood er fæddur 19. janúar 1991 og er því 22 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2010.  Fyrstu tvö árin spilaði hann á Áskorendamótaröð Evrópu en sigraði í Kazakhstan Open, 2011 og fékk þ.a.l. kortið sitt á Evrópumótaröðinni 2012.  Sigurinn nú í dag á Johnny Walker Open er fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni, en sem atvinnumaður hefir hann sigrað alls í 4 mótum.

Fjórða sætinu deildu enn annar „heimamaður“ Skotinn Scott Henry og Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, báðir aðeins 1 höggi á eftir þremenningunum í 1. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Johnny Walker Championship SMELLIÐ HÉR: