Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2013 | 17:45

Brúin bjargaði erninum – Myndskeið

Scott Brown var að spila par-4 16. brautina á The Barclays á opnunarhring sínum s.l. helgi á Liberty National vellinum í New Jersey.

Brown er bandarískur kylfingur sem hefur verið á PGA Tour frá árinu 2012 þegar honum vegnaði ekkert vel og fékk því aðeins takmarkaðan spilarétt á túrnum 2013.  Hins vegar vann hann Puerto Rico Open nú í mars á þessu ári og þarf því ekki að hafa áhyggjur af kortinu sínu á PGA Tour til ársins 2015.

En aftur að Barclays …. og höggi Brown á 16.

Ekki vildi til betur en svo en að teighöggið hans fór í brú sem þarna er yfir vatnshindrun og viti menn boltinn breytti um stefnu og lenti aðeins nokkrum sentimetrum frá holu.

 Auðveldur örn fyrir Brown!

Hér má sjá myndskeið af höggi Scott Brown SMELLIÐ HÉR: