Sigursveitir GR í 1. flokki eldri kylfinga – Steinunn er í fremri röð lengst til vinstri
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2013 | 18:45

Sveitakeppni GSÍ 2013: Þrír Íslandsmeistaratitlar til GR!

Nú um helgina fór fram Sveitakeppni GSÍ í flokkum eldri kylfinga og í unglingaflokkum.  Fyrsta deild eldri kylfinga lék á Jaðrinum á Akureyri.

Nú fyrr í dag var Golf 1 með frétt um að sveit GR í 1. flokki eldri kvenkylfinga hefði orðið Íslandsmeistari 2013 eftir hörkuspennandi úrslitaleik við GK, sem fór 2-1. Kvennasveiti GR sigraði þriðja árið í röð.

En það voru fleiri sveitir GR-inga sem voru sigursælar.

Sveit GR í 1. flokki eldri karla varð sömuleiðis Íslandsmeistari en sveitin var skipuð þeim: Einari Long, Garðari Eyland, Herði Sigurðssyni, Jóni Hauki Guðlaugssyni, Rúnari S. Gíslasyni, Sigurði Hafsteinssyni, Skarphéðni Skarphéðinssyni og Sæmundi  Pálssyni. Spilandi liðstjóri var Garðar Eyland.

Karlasveitin sem meira og minna var skipuð  landsliðsmönnum vann fyrst Sandgerði 4-1 síðan NK 5-0 og loks Keili í úrslitum 4-1.

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ í 1. deild eldri karla var eftirfarandi:

1. sæti Sveit GR (Íslandsmeistarar)

2. sæti Sveit GK

3. sæti Sveit GA (Vann leik sinn við NK 3-2)

4. sæti Sveit NK

5. sæti Sveit GKG (Vann leik sinn við GSG 4-1)

6. sæti Sveit GSG

7. sæti Sveit GÖ  (Vann leik sinn við GV 5-0)

8. sæti Sveit GV

Á Þverárvelli á Hellishólum fór fram Íslandsmótið í flokki 15 ára og yngri drengja. Þar varð sveit GR Íslandsmeistari.  Íslandsmeistarasigursveit GR í flokki 15 ára og yngri drengja var skipuð þeim:  Patreki Ragnarssyni, Eggerti Kristmundssyni, Sindra Þór Jónssyni, Jóni Val Jónssyni, Hákoni Erni Magnússyni og Jóhannesi Guðmundssyni.

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja var eftirfarandi:

1. sæti  Golfklúbbur Reykjavíkur (1) (Íslandsmeistarar!!!)

2 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)

3 Golfklúbburinn Keilir (1)

4 Golfklúbburinn Kjölur (1)

5 Golfklúbbur Suðurnesja

6 Golfklúbburinn Hamar/Ólafsfjörður/Húsavík

7 Golfklúbburinn Leynir (1)

8 Golfklúbbur Reykjavíkur (2)

9 Golfklúbburinn Keilir (2)

10 Golfklúbbur Akureyrar (1)

11 Golfklúbburinn Leynir (2)

12 Golfklúbbur Hveragerðis

13 Golfklúbbur Vestmannaeyja

14 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2)

15 Golfklúbburinn Kjölur (2)

16 Nesklúbburinn

17 Golfklúbbur Oddur

18 Golfklúbbur Akureyrar (2)